Hér er 30.afmæli um helgina hjá einum kennara. Ætli maður troði ekki upp og syngi fyrir mannskapinn eins og venjulega þegar þarf að gera eitthvað skemmtilegt. :-)
föstudagur, febrúar 22, 2002
Hér er núna brjálað veður en vegna "hefðar" er skólahald aldrei formlega fellt niður heldur eru nemenum í sjálfsvald sett hvort þau mæti eður ei. Þetta er frekar heimskulegt, menn sjá ekki á milli húsa og allir fastir út um allan bæ. Þetta hlýtur samt að vera htíð miðað við Boggann en þar er alltaf brjálað veður og neglt fyrir glugga og hurðir frá byrjun september fram í lok ágúst.
fimmtudagur, febrúar 21, 2002
Það er ekki hægt að sjá hverjir eru online og það verður víst að ýta á post&publish til að aðrir njóti þess fróðleiks sem streymir frá ykkur
Engar sérstakar fréttir að austan og enginn væntanlegur knattspyrnumaður á leiðinni :-(
Engar sérstakar fréttir að austan og enginn væntanlegur knattspyrnumaður á leiðinni :-(
Nei það er nú ekki svo gott að þetta sé eins og spjallið. Kosturinn við þetta er að hér geymast öll okkar skoðanaskipti inni og ekkert fyrnist nema maður vilji sjálfur fyrna það. Maður getur sem sagt eytt því sem maður setur inn en það er samt óæskilegt. Maður sér hverjir hafa svarað hverjum og svo getur saumaklúbburinn stofnað sér blogg og við gítardrengirnir sér blogg.
Á Irkinu er ekki hægt að sjá síðustu skeyti og hvað hefur verið að gerast á meðan maður hefur ekki verið tengdur. Hér er þetta eins og í kennó, reynslusögurnar lifa. Hibb, hibb, húrra.
Fréttir af öllum og ekki af neinum eru velkomnar svo og fréttir af öllum og engum.
Að sjálfsögðu er hægt að fara á spjall líka því að e-mail allra eru undir team og þannig er hægt að biðja einhvern um að koma á spjallsvæði þegar þess þarf.
Á Irkinu er ekki hægt að sjá síðustu skeyti og hvað hefur verið að gerast á meðan maður hefur ekki verið tengdur. Hér er þetta eins og í kennó, reynslusögurnar lifa. Hibb, hibb, húrra.
Fréttir af öllum og ekki af neinum eru velkomnar svo og fréttir af öllum og engum.
Að sjálfsögðu er hægt að fara á spjall líka því að e-mail allra eru undir team og þannig er hægt að biðja einhvern um að koma á spjallsvæði þegar þess þarf.
miðvikudagur, febrúar 20, 2002
Það er hægt að sjá það með teams hnappnum hverjum hefur verið boðið. Ég skal senda núna á Aron, Jensínu og Herdísi
Það hafa allir aðgang að þessu merkilega plaggi. Það er hægt að sjá langt aftur í tímann með flipa til hægri þar sem maður velur hve mörg skeyti maður sér aftur í tímann. Einnig þar fyrir neðan er hægt að láta blogger leita að skeytum með ákveðnum orðum. þetta er algjört galdratæki. Maður getur líka farið í Team og látið vita ef maður hefur eitthvað e-mail sem ekki er komið inn á blogger og beðið mig um að bjóða viðkomandi að "djóna" okkur.
þriðjudagur, febrúar 19, 2002
Ég er nú meira tæknigúrúið að komast hingað inn af sjáfsdáðum. Svo hingað fara nemendur manns til að klæmast við hvorn annan og gamla perverta í bland. Það liggur við að maður láti freistast en það er víst ekki mjög gáfulegt þegar maður skrifar ekki undir dulnefni. Jæja þetta er magnað allt saman og gaman að leggja hér orð í belg. Hér er enginn til að grípa fram í fyrir manni og maður getur látið móðan mása. Ég læt það samt bíða betri tíma þegar ég er þess fullviss að allir séu örugglega að meðtaka þann boðskap sem ég hef að færa ykkur.