föstudagur, ágúst 15, 2003

Hæ, ég er búinn að vera ákaflega latur að koma hér og skrifa en nú skal reyna. Ég fór á mjög gott íþróttakennaranámskeið á Laugarvatni 11. 13. ágúst með 40 -50 öðrum íþróttakennurum. Þar var einnig stúlka sem minnti mig lygilega mikið á eina úr okkar bekk, hana Herdísi. Ég gat ekki orða bundist og þá kom í ljós að þær Herdís eru ægilega góðar vínkonur. Það sem manni brá enda taldi ég að Herdís ætti ekki sinn líka. En það er ekki leiðum að líkjast.

Ég bendi ykkur á að drífa ykkur á golfnámskeið í haust eða næsta vor því að ég tók að mér á þessu námskeiði að standa fyrir golfmóti kennara næsta sumar. Ég er búinn að skrá allan bekkinn hehe.
Sælt veri liðið. Ég verð að setja hérna inn nokkrar línur því að ég skellti mér á gott íþróttakennaranámskeið á Laugarvatni mán - miðvikudag í vikunni og var þar með 40 - 50 öðrum íþróttakennurum. Þetta var alveg magnað en þarna hitti ég eina stúlku sem var hreint ansi lík einni í bekknum. Hún var afskaplega lík Herdísi og er ég fór að tala við hana þá kom í ljós að þær voru góðar vinkonur. Mér fannst þetta ekki lítið fyndið þar sem ég hélt að Herdís ætti sér engan líkan hehe.

Ég tók að mér að halda golfmót kennara næsta sumar þannig að þið ættuð að fara að gera golfkylfurnar klárar fyrir næsta sumar. Rjúka á námskeið og fleira.