Ég verð nú bara að vukka ykkur um það að Hrebbna virðist vera sú eina sem kann að skrifa inn á svona tæknivæddar gestabækur og láta það ekki eyðast út.... en þakka ykkur hinum samt fyrir að reyna...
föstudagur, febrúar 21, 2003
fimmtudagur, febrúar 20, 2003
Hadla það er einginn spældur... bara ógeðslega fyndinn. Heyrðu mig Hadla, (sbr Halli og Laddi). Vil svo minna á að skrifa í gestabók Tinnu Huldar. Sú eina sem stendur undir nabbni er Hrebbna.
miðvikudagur, febrúar 19, 2003
Auðvitað á maður alltaf að reyna og ég hef nú ríka reynslu af því að pranga alls kyns verri hlutum inn á fólk en blómum. Ég er til 1. mars eins og yfirleitt í annan tíma. Það er vasklega gert af Maríu að bjóðast til að redda húsnæði og ef það verður þá lofa ég að vera rólegri nú en síðast og brjóta sem allra minnst. Ég skal athuga hvort ég á séns á að bjóða fram húsnæði. Bless.
Já það eru alltaf allir að selja eitthvað. Því miður er ég ekki að selja neitt rómantískara en klósettpappír og eldhúsrúllur til styrktar 10. bekk. Ég kaupi því miður aldrei blóm Hrefna. Sýningin var mjög vel sungin og dönsuð og ég er hálf heyrnarlaus sökum píkuskrækja. Þvílíkur hávaði í stelpunum á sýningunni þegar strákarnir voru að syngja. Þetta var verra en þegar ég var í Trössunum hérna í gamla daga. Að minnsta kosti öðruvísi því þá öskruðu síðhærðir, bólugrafnir unglingsstrákar hæst allra. Þótt sumir væru skammt á veg komnir í mútunum þá var enginn svona skrækur. Sem betur fer náði ég að hemja mitt femíníska sjálf í gærkvöldi því ég var illa kvefaður og raddlaus fyrir. Prinsípin eru samt til að brjóta þau.
þriðjudagur, febrúar 18, 2003
Mér sýnist Maríu hafa mælst þarna vel og er hún meiri maður af að hafa komið með þessa hugmynd. Já takk Jenný þú hefur skoðað þessa sýningu í Ráðhúsinu. Er að fara á made in usa með unglingunum í dag. Í fyrsta skipti á Verslósýningu. Svona brýtur maður öll prinsíp smátt og smátt þar til ekkert er eftir.