Ég ætlaði nú ekki alveg að drepa niður umræðuna hérna með einhverri geðvonsku. Það er alltaf óþægilegt þegar maður skrifar eitthvað inn og svo líða margir dagar og enginn segir neitt. Þetta er eins og að vera á einhverju mannamóti og segja eitthvað og það slær bara þögn á mannskapinn og mann langar bara að hverfa. Ykkur að segja er ég búinn með nokkra bjóra og eiginlega kominn á trúnaðarstigið en þar sem ég er bara einn hér núna þá verður það bara að bíða betri tíma. Góða nótt.
föstudagur, ágúst 02, 2002
þriðjudagur, júlí 30, 2002
Hér dregst ekki orð uppúr fólki. Ég get þó sagt ykkur þær fréttir að ég stend hér í miklu stappi með löggæslukostnað við Álfaborgarsjens og er hér með dómsmálaráðaneytið og alls kyns þingmenn í símanum til skiptis og er að reyna að fá aflétt einhverjum löggæslukostnaði uppá 250 þús kr. aflétt af hátíðinni en það gengur lítið og fyrirséð að eitthvað af hátíðinni detti uppfyrir. Þetta helvítis embættismannakerfi hér á þessu landi virðist vera sérhannað til þess að leggja stein í götu fólks sem er að reyna að gera eitthvað menningarlegt úti á landsbyggðinni. Djöfull sem ég er reiður. Það er orðið helvíti hart að ef efna á til einhverra viðburða á stað þar sem engin löggæsla er allt árið um kring að þá eigi að fara að taka gjald fyrir það ef lögreglan þarf að leggja leið sína hingað í þetta eina skipti á ári.