laugardagur, apríl 27, 2002

Bara að láta vita af því að ég er löngu vaknaður. Hrefna er sú eina sem virðist hafa trú á mér og mínu partý- og drykkjuþoli og það er rétt hjá henni að ég er yfirleitt manna lengst uppistandandi í partýum yfir sumartímann enda þá staddur á Bogganum. Mér líst mjög vel á golfferð hjá ykkur Hrefnu og Höllu á Boggann þó að það setji dálítið strik í reikninginn að þar er engin golfvöllur. Við eigum nú fótboltavöll samt og mikið af góðum piparsveinum sem eru hjálplegir og gestrisnir við konur.

föstudagur, apríl 26, 2002

Já það er gott að sofa. Ég er nú samt engin svefnpurrka heldur nýti ég tímann alltaf til hins ýtrasta og hvíli mig þegar því verður komið við. Það kom líka í ljós að á heimleiðinni var ég sínu hressastur og fór með gamanmál og ferskeytlur á meðan sessunautur minn aftur í jeppanum ældi í kaupfélagspoka. Það var mikið hlegið að greyinu. Ég vakna líka oft svo snemma að ég þarf aðeins að leggja mig þegar líður á daginn. Ég spila tvisvar í viku körfu kl. 7 og hálf sjö á morgnana og þá er ég óskaplega syfjaður þegar líður á daginn. Ef að ég færi í golf með þér Bibbi þá myndi ég örugglega leggja mig á meðan þú færir hringinn því ég hef enga þolinmæði í þessa íþrótt. Forgjafartalan þín gefur líka til kynna að ég fengi langa og góða hvíld.

fimmtudagur, apríl 25, 2002

Ég vil nú biðja menn um að halda eigin örvæntingu fyrir þá sjálfa. Eins má greina öfund á milli lína ef ekki orða hjá Inga. Það er annars merkilegt hvað Ásgrímur, eins og hann segist vera ungur og hress, sofnar oft innan um fólk sem er að skemmta sér. Ætli maðurinn sé eldri en hann segi???!!!??? Amma mín heitin var á elliheimili og hún átti eins og hann það til að detta út í tíma og ótíma. Jafnt um miðjan dag (fyrirlestrar í KHÍ) eða á kvöldin (Bekkjarpartý og hagyrðingamót). Hún var fædd rétt um aldamótin 1900. Ásgrímur mannstu eitthvað eftir heimastjórninni eða Fullveldisdeginum 1918? Ég er ansi hræddur um að ýmislegt eigi eftir að koma í ljós. Hann þykist vita hvað menn geta gert rétt komnir yfir þrítugt en ég leyfi mér að efast um að hann muni það svo langt aftur í tímann.

Ég skrapp reyndar í golf í gær og var skrambi góður þrátt fyrir litla æfingu. Það væri ansi gaman að halda út á golfvöll með hóp í sumar einhvern tíma, grilla á eftir og svo þarf Ásgrímur að fara að sofa.

Kveðja

Bibbi


Gleðilegt sumar. Var að koma af hagyrðingamóti á Blönduósi það sem félagi minn úr Fjölbraut á Sauðárkróki var að þreyta frumraun sína á því sviði. Þetta var hin ágætasta skemmtun þótt heldur væru nú áhorfendur daufir í dálkinn miðað við það sem gerist á Bogganum á svona samkomum. Ég sofnaði síðan í ágætis sófa á ballinu á meðan ferðafélagar mínir að sunnan spiluðu Lomber fram í andyri. Meðalaldurinn á þessu harmonikkuballi var um 60 ár og stemningin eins og í svona sæmilegri jarðarför. Hagyrðingarnir fóru hins vegar á kostum og gerði ég tilboð í 2 fyrir Verslunarmannahelgina á Bogganum. Þessi ferð var svipuð og þegar njósnarar erlendra knattspyrnuliða koma til Íslands til að líta á efnilega leikmenn og bjóða þeim samning. Gisti í Húnaveri og vaknaði upp með allt á kafi í snjó í kringum mig.
Bibba veitir nú örugglega ekki af auka kilfum og kúlum ef hann ætlar í þrísom með Höllu og Hrefnu. Ekki það að þær séu svona kröfuharðar heldur er maðurinn náttúrulega kominn af léttasta skeiði.

miðvikudagur, apríl 24, 2002

Það er ekkert mál fyrir þig að byrja í golfi Halla. Þú bara strýkur varlega um stöngina og notar hana svo. :-) Eini munurinn er að svo áttu að slá í kúlurnar eins fast og þú getur.
Já þakka ykkur fyrir. Djöflabúningurinn er ekki lengur leigður út. Hann er kominn í Hall of Fame. Það er helst að frétta að enn hefur ekki viðrað til golfleiks að ráði. Komst reyndar 3 holur í gær en vegna bleytu og þess að flatirnar eru ekki alveg komnar í gagnið.

Skora á ykkur að mjölfenna í golf í sumar og kannski hérna fyrir austan
Jenný af hverju færðu ekki lánaðan djöflabúninginn sem Bibbi var í á Árshátíðinni okkar í Kennó síðasta árið? Hann virtist vera úr mjög teygjanlegu efni.

þriðjudagur, apríl 23, 2002

Blessuð,

Nú er fyrsta samræmda prófinu lokið hjá mínum indæla umsjónarbekk, en það var íslenska. Púlsinn hjá mér er kominn rétt niður fyrir 1800 slög á mínútu og er sem betur fer á niðurleið en þegar prófið stóð sem hæst og einnig rétt fyrir það var púlsinn nálægt 3.000 slögum. Þetta þykir nokkuð hátt enda 200 slög mikið fyrir mann á mínum aldri (25). Nú tekur við rólegri tíð fram yfir helgi en þá hellist stærðfræðin yfir. Það er eins gott að taka inn einhverjar töflur. Ridalín er það ekki örvandi? Best bara að éta 2 dósir af skyri og sjá hvort að það dugi ekki.
Fór á pöbb dauðans um helgina Dubliners með frænda mínum úr sveitinni sem ég var að kenna hvernig hlutirnir gengu fyrir sig hér í Reykjavík. Fórum fyrst á útgáfutónleika Kátra pilta í Þjóðleikhúskjallaranum en hann fékk frímiða hjá Steini Ármanni. Þetta var hin ágætasta skemmtun og ég skreyddist heim um fimm leitið alveg svartur. Er að vinna að leikinni dagskrá tileinkaðri Jóhannesi Kjarval sem á að koma á svið í vor þegar Kjarvalstofa opnar á Bogganum. Það gengur hægt en illa.

mánudagur, apríl 22, 2002

Ef þið sláið á hnappinn Team þá sjáið þið hverjum hefur verið boðin þátttaka og einnig hverjir hafa þekkst boðið og hverjir hafa slegið slöku við.
Hvað er þetta með Herdísi af hverju tjáir hún sig ekki hér? Og hverjir eru eiginlega með tengingu hér inni. Eru það einhverjir sem ekki hafa tekið til máls. Bibbi þú veist þetta?
Jæja þá geturðu farið að fara í keppnir með tíkina Bibbi. Áhugasömum skal bent á það hér með að í sunnudagsblaði Moggans nánar tiltekið í lesbókinni er viðtal við frænda minn og félaga Áskel Heiðar Ásgeirsson. Hann býr til gönguleiðarkort, merkir gönguleiðir og er að fara að koma upp Kjarvalstofu á Borgarfirði í sumar. Við erum jafnaldrar frá Borgarfirði, fermingarbræður, bekkjarfélagar og bjuggum saman hér í Reykjavík einu sinni. Hann er sonur elsta bróður míns og við vorum alltaf bara tveir í bekk á Borgarfirði. Þetta er ágætis umfjöllum í Mogganum og nokkuð satt og rétt sagt frá miðað við hvað gerist og gengur hjá þeim fjölmiðli.
Samræmd próf á morgun. Það er ekki laust við að maður sé stressaður. Talandi um fegurðarsamkeppnir þá get ég tekið undir með Ásgrími um að þetta er afar leiðinlegt efni til áhorfs hvort heldur er á staðnum (án þess þó að tala af reynslu) nema barinn sé þokkalega sjarmerandi þá er hægt að hanga þar. En að fara að keppa um hver sé minnst fallegur er jafn fáránlegt. Það á bara að halda keppnir þar sem menn vinna á eigin ágæti og huglægt mat er alltaf frekar hæpið þegar verið er að úrskurða sigurvegara. Keppendur eiga að leggja eitthvað af mörkum sem hægt er að leggja mat á með því að bera saman tölur eða hlutlæga eiginleika hvernig svo sem þeir eru.

Annars er það héðan að frétta að Týra, tíkin mín, fór á smalahundanámskeið, n.k. hlýðninámskeið og stóð sig feikilega vel. Hún rak féð fram og til baka án þess að senda þær út í á eða aðra sjálfheldu.

Batnandi tík er best að lifa.

hilsen

Bibbi