föstudagur, apríl 19, 2002
Mér finnst freklega fram hjá Bibba gengið að bjóða honum ekki að taka þátt í fegurðarsamkeppni Austurlands. Annars verð ég nú að segja þótt ég sé nú ekki beinlínis Rauðsokka að ég hef nú aldrei alveg fattað þessar fegurðarsamkeppnir og myndi held ég aldrei mæta á svona samkomu nema þær aðstæður sköpuðust að ég væri neyddur til þess. Mér finnst þetta afskaplega leiðinlegt sjónvarpsefni og nýjustu tilraunir til að rúnka upp þessum fegurðarsamkeppnum eru í besta falli hlægilegar. Þá horfi ég nú frekar á Íslandsmeistaramótið í strippi því þar er engin hræsni á ferðinni og fólk kemur til dyranna eins og það er ,,klætt" og engar tilraunir gerðar til að fegra hlutina og kalla þá annað en þeir eru. Drifkrafturinn á bak við báðar keppnir er gredda og það er ekkert fallegt né ljótt við það í sjálfum sér en ástæðulaust að fara í grafgötur með það. Ég hef einfaldlega orðið ekkert gaman af því að horfa á fallegt kvenfólk því það gerir mann bara hálfvitlausan held ég. Svo finnst mér nú eiginlega algjörlega óþarfi að vera að verðlauna fallegt fólk sérstaklega í keppnum sem þessum. Flest af þessu fólki fær víst andskotans nóg uppí hendurnar bara af því að það er snoppufrítt án þess að við þufum sérstaklega að verðlauna það í svona keppni. Þetta fólk fær yfirleitt góða vinnu, betri laun, forgang í biðraðir á Astró og verða módel, flugfreyjur/þjónar, kvikmyndaleikarar eða eitthvað álíka. Af hverju ekki heldur að verðlauna virkilega ljóta fólkið sem fær ekkert af þessu upp í hendurnar og þarf sífellt að berjast áfram af eigin verðleikum og raunverulegri hæfni?
Ég get nú frætt þig frú Jóna um það að eitt sinn var mér boðið í þemapartý og þemað var að mæta sem kúrekar, kínverjar eða dragdrottningar.... Ég valdi þann kost að fara og kaupa mér kjól og sokkabuxur dreif mig í málun og rakaði mig undir höndunum en ekki á leggjunum :-) setti upp hárkollu og eyrnalokka og var hin vígalegasta. Eftir nokkur glös var ég eflaust farin að láta á sjá eins og kvenpenings er siður og rann málningin af mér í stríðum straumum og endaði ég ekki ólíkur prinsessunni henni Leonice. Ég get svo sem farið í fegurðarsamkeppni. Ég á enn kjólinn og hárkolluna. Sokkabuxurnar eiga aldrei eftir að bíða þessa dags bætur.
Það er spurning af hverju hún var ekki haldin á meðan Hrefna dvaldist eystra. En er þetta rétt Á.I.A. að það var fljóðafæð sem olli því að engin keppni um ytri fegurð var haldin hér eystra.
Sælar ljóskur. Hrefna hlítur að hafa lært ýmislegt um lífsins gang í þessari ferð sinni austur á firði. Vonandi er hún einhverju nær um íslenska stjórnkerfið og mikilvægi þrískiptingar valdsins. Austfirðingar hafa nú sjálfsagt tekið ljóskunni fagnandi enda nagandi kvenmannsleysi að gera útaf við menn á þessum slóðum nú orðið. Það var ekki einu sinni hægt að smala saman nokkrum huggulegum smástelpum til að halda fegurðarsamkeppni þarna eystra í vetur.
Halla, þá eru vöfflurnar loksins gengnar út. Hrefna kom og át einar 11 og þar með gengu þær til þurrðar. Þær voru orðnar ansi grænar enda sveitarstjórnarkosningar í nánd en þær voru búnar að taka afstöðu með framsókn og því var ágætt að þeim var eytt. Annars er það að frétta úr vöffluboðinu að sú sem þar sat að snæðingi tengdi alls ekki svetarstjórnarkosningar og kosningar í Reykjavík. Það gátu hreinlega ekki verið sömu kosningar, sveitastjórnarkosningar og kosningar til hinna háu embætta í stórborginni Reykjavík. (The big city Smoke creek).
Ég vona að hún sé samt heil heilsu enda fékk hún landaskot og smávegis af hákarli og reyktum rauðmaga. Í eftirrétt var svo nýtt skyr og slátur.
Ég vona að hún sé samt heil heilsu enda fékk hún landaskot og smávegis af hákarli og reyktum rauðmaga. Í eftirrétt var svo nýtt skyr og slátur.
fimmtudagur, apríl 18, 2002
´´Eg þakka konunni úr Gettóinu fyrir bréfið. Sem þáttarstjórnandi í þættinum daglegt mál-æði þá hef ég ekki skýringar á reiðum höndum á af hverju fé og hlé beygjast ekki eins og verður bara að flokka þetta sem dæmi um hvað íslenskt mál er skemmtilega fjölbreytt og óútreiknanlegt tungumál. Þessi leyndardómur mun því fara í sama flokk og aðrir leyndardómar sem mannkyninu hefur ekki tekist að fá svör við. Hversu stór er alheimurinn? Er líf á öðrum hnöttum? og verður íslenska sauðkindin einhverntíma allsráðandi á jörðinni? Karlmaður á erfiðum aldri hafði samband við þáttinn og bað mig að ráða blautan draum og hefur hann nú verið hengdur til þerris í bili. Ég vil að gefnu tilefni taka það fram að þætti þessum verður ekki snúið uppí draumráðningarstofnun og afþakka ég hér með alla blauta drauma nema þeir séu þeim mun meira krassandi.
Já það er fjör á bloggernum. Kjaftfor maður á Fljótsdalshéraði hafði samband við þáttinn og spurði um essið í athyglisvert og hvort það eigi að fara eða vera. Þorgils Hlynur Þorbergsson hefur ítrekað haft samband við þáttinn út af þessu máli eftir að hann gafst upp á að sannfæra Þórð Helgason um að útrýma ætti þessu essi ú. Nú er Þorgils Hlynur búinn að stofna samtök sem hefur það að markmiði að útrýma fleirtöluessinu úr athyglisvert. Vefsíða samtakanna er þrahyggja.com. r orðinu athyglisvert
Já verðum við ekki að vona það.. Ég biðst svo afsökunar á því að skjóta svona á þig án þess að vita hvorki hvort þú varst drukkin eða mjög drukkin á unglingsárum þínum. Þetta var bara innsláttarvilla auðvitað varstu stillt og prúð, reyktir hvorki né drakkst (að ráði). Þetta var bara hálfgert fótarskot.
Eyjabakka 30, bara flutt í Gettóið í Breiðholtinu.
Ég hafði fyrir því að leiðrétta mál mitt kæri þáttarstjórnandi. Ég verð nú að taka undir með þáttastjórnanda um miðaldra.... Hvenær er fólk ungt og hvenær er fólk gamalt. Börn og unglingar eru ungt fólk en Jensína þú ert ekki unglingur frekar en skógarþrösturinn hérna fyrir utan gluggan og Halla.... Það segir sig sjálft. Hún drakk frá sér unglingsárin og man hreinlega ekki eftir þeim og þess vegna heldur hún að hún sé ung núna enda rétt hjá henni ef árin sem hún man eftir eru talin. Ég er aftur á móti ungur enda varð ég snemma gamall og svo tek ég ungdómsárin og enda því miðaldra. Þetta er víxlreglan sem þarna tekur nýja stefnu. Maður þarf að undirgangast þetta allt og hvers vegna ekki að reyna að raða þessu sjálfur niður!!!!
Ekki ætla ég að skrifa þættinum fleiri bréf að svo stöddu en mun gera það við fyrsta tækifæri og það var einmitt að koma upp. Getur þáttastjórnandi útskýrt tvennt fyrir mér. Orðið Fé fallbeygist
Fé
Fé
Fé
Fjár
En af hverju fallbeygist orðið hlé þá ekki
Hlé
Hlé
Hlé
Hljár?
Hitt er spurning um eignarfalls "s" í orðinu athygli(s)vert. Á það að vera eða fara?
Ég hafði fyrir því að leiðrétta mál mitt kæri þáttarstjórnandi. Ég verð nú að taka undir með þáttastjórnanda um miðaldra.... Hvenær er fólk ungt og hvenær er fólk gamalt. Börn og unglingar eru ungt fólk en Jensína þú ert ekki unglingur frekar en skógarþrösturinn hérna fyrir utan gluggan og Halla.... Það segir sig sjálft. Hún drakk frá sér unglingsárin og man hreinlega ekki eftir þeim og þess vegna heldur hún að hún sé ung núna enda rétt hjá henni ef árin sem hún man eftir eru talin. Ég er aftur á móti ungur enda varð ég snemma gamall og svo tek ég ungdómsárin og enda því miðaldra. Þetta er víxlreglan sem þarna tekur nýja stefnu. Maður þarf að undirgangast þetta allt og hvers vegna ekki að reyna að raða þessu sjálfur niður!!!!
Ekki ætla ég að skrifa þættinum fleiri bréf að svo stöddu en mun gera það við fyrsta tækifæri og það var einmitt að koma upp. Getur þáttastjórnandi útskýrt tvennt fyrir mér. Orðið Fé fallbeygist
Fé
Fé
Fé
Fjár
En af hverju fallbeygist orðið hlé þá ekki
Hlé
Hlé
Hlé
Hljár?
Hitt er spurning um eignarfalls "s" í orðinu athygli(s)vert. Á það að vera eða fara?
miðvikudagur, apríl 17, 2002
Miðaldra er mjög teygjanlegt hugtak. Þú ert jú hvorki of gömul né of ung þannig að þú ert svona þar mitt á milli s.s. miðaldra. Ég er mótfallin því að orðið miðaldra sé notað í neikvæðri merkingu.
Þættinum hefur borist fyrirspurn frá sömu miðaldra konunni og síðast. Konan spyr um sögnina að manna (Hrefnu) og er því til að svara að þetta er fullgild sögn í íslensku sbr. stöður geta verið illa eða vel mannaðar, það getur verið erfitt að manna knattspyrnulið á Borgarfirði osfv. Hins vegar er þessi sögn yfirleitt ekki notuð í merkingunni að manna einhverjar einmana konur. Hér gæti því verið um að ræða nýmerkingu sagnarinnar.
Maður kominn af léttasta skeiði hafði samband við þáttinn og sagði m.a. í bréfi sínu eftirfarandi ,,sem manni dreymir dags daglega" þarna gerði bréfritari sig sekan um alvarlega málvillu. Sögnin að dreyma er ópersónuleg sögn og beygist þar af leiðandi ekki eftir persónum. Hins vegar tekur sögnin að dreyma alltaf með sér þolfall sbr. mig dreymir, þig dreymir, þá dreymir og mann dreymir,, Annars var bréfið allt hið skemmtilegasta frá þessum manni og ætlar hann sér greinilega að vinna sér inn sæti í UMFB liðinu í sumar með því að vera á ,,bakvöktum"
Maður kominn af léttasta skeiði hafði samband við þáttinn og sagði m.a. í bréfi sínu eftirfarandi ,,sem manni dreymir dags daglega" þarna gerði bréfritari sig sekan um alvarlega málvillu. Sögnin að dreyma er ópersónuleg sögn og beygist þar af leiðandi ekki eftir persónum. Hins vegar tekur sögnin að dreyma alltaf með sér þolfall sbr. mig dreymir, þig dreymir, þá dreymir og mann dreymir,, Annars var bréfið allt hið skemmtilegasta frá þessum manni og ætlar hann sér greinilega að vinna sér inn sæti í UMFB liðinu í sumar með því að vera á ,,bakvöktum"
Þó svo að það komi næst himnaríki að öðlast þann sess að fá að skipa eitt sæti í liði UMFB þá er spurning hversu lágt maður leggst fyrir slíkan sess. Maður kemst náttúrulega á spjöld knattspyrnusögunnar í Borgarfirði sem er ólíkt litríkari, lengri og áhugaverðari en t.d. saga smáríkisins Brasilíu. Þarna kemst maður á skör með ýmsum merkum mönnum sem mann dreymir dags daglega ekki um að vera nefndur í sömu setningu og þeir. Þetta er tilboð sem fæstir gætu hafnað en ég held að ég verði að beita neitunarvaldi nema náttúrulega að það sé einhver kvk persóna í liðinu sem myndi slá til.
Mér finnst aftur á móti þetta afspyrnugott orðalag að vera búinn að manna Hrefnu fyrir sumarið.
Mér finnst aftur á móti þetta afspyrnugott orðalag að vera búinn að manna Hrefnu fyrir sumarið.
þriðjudagur, apríl 16, 2002
Já við erum mjög skemmtileg og allt annað er bara öfund. Nei ég segi það nú ekki að ég sé búinn að manna hana Hrefnu fyrir sumarið en ég held að þetta gengi betur hjá henni með hjásvæfurnar ef hún byði þessi verkefni út sitt í hvoru lagi. Hvernig væri nú að fleiri kæmu hérna fram með einhver ósiðleg tilboð hérna á bloggernum þetta lífgar mjög uppá hversdagsleikann. Bibbi þú gætir boðið blíðu þína fala fyrir stöðu í knattspyrnuliði UMFB í sumar. Ég myndi að vísu ekki nýta mér það en það gæti vel verið að einhver í liðinu væri tilbúinn að eftirláta þér stöðu sína gegn svoleiðis greiða.
Já Torfi að setja það sem skilyrði að þú kæmir ofaní í öllum tímum sjálf en þetta er rausnarlega boðið og erfitt að ímynda sér að hann geti hafnað því.
Þættinum barst bréf frá manni á Héraði sem kannaðist við fjölbreytilega notkun orðsins Bogginn og er allt gott um það að segja. Það er hinsvegar ljóst að maðurinn þjáist af bráðsmitandi stafsetningaráráttuhegðun sem kennd er við Þorgils nokkurn þöngulhaus. Meðferðarúrræði eru engin því miður og batavonir hverfandi litlar.
Þættinum barst bréf frá manni á Héraði sem kannaðist við fjölbreytilega notkun orðsins Bogginn og er allt gott um það að segja. Það er hinsvegar ljóst að maðurinn þjáist af bráðsmitandi stafsetningaráráttuhegðun sem kennd er við Þorgils nokkurn þöngulhaus. Meðferðarúrræði eru engin því miður og batavonir hverfandi litlar.
Kæri þáttarstjórnandi þáttarins þráttað um þetta og hitt.
Einhvern tíma barst mér til eyrna orðið Boggi og var það þá notað í því orðasambandi að enginn væri óhultur fyrir Boggurum. Ég vil því beina þeirri spurningu til þáttastjórnandans hvort hann telji að hér sé um að ræða að Boggar þ.e.a.s. Borgþórar séu iðnari en aðrir að leggja fólk í einelti eða fleiri af þeim í handrukkunarstarfi. Eða hvort að þetta gæti verið að Borgfirðingar (eystri) séu búnir að dreifa sér um landið með yfirtöku í huga og menn verða að gæta tungu sinnar hvar sem þeir eru vegna hugsanlegrar nærveru eins þeirra. Ég hallast að þeirri síðarnefndu enda varð ég vitni að því er einn öldungis saklaus og lítill drengur sagði dimmum rómi eins og maður heyrir bara í bíómyndum og þá helst einhverjum sem tengist mafíunni.." Það talar sko enginn illa um innbæinga, eða aðra Borgfirðinga" Hvorki hefur heyrst né spurst til þess manns sem hann talaði til.
Með von um skjót viðbrögð frá þáttastjórnendaa (nema hann sé kominn ofan í formalíndósina sína til að eldast ekki meira enda sýnist mér hann hræddari við það en margt annað)
Einhvern tíma barst mér til eyrna orðið Boggi og var það þá notað í því orðasambandi að enginn væri óhultur fyrir Boggurum. Ég vil því beina þeirri spurningu til þáttastjórnandans hvort hann telji að hér sé um að ræða að Boggar þ.e.a.s. Borgþórar séu iðnari en aðrir að leggja fólk í einelti eða fleiri af þeim í handrukkunarstarfi. Eða hvort að þetta gæti verið að Borgfirðingar (eystri) séu búnir að dreifa sér um landið með yfirtöku í huga og menn verða að gæta tungu sinnar hvar sem þeir eru vegna hugsanlegrar nærveru eins þeirra. Ég hallast að þeirri síðarnefndu enda varð ég vitni að því er einn öldungis saklaus og lítill drengur sagði dimmum rómi eins og maður heyrir bara í bíómyndum og þá helst einhverjum sem tengist mafíunni.." Það talar sko enginn illa um innbæinga, eða aðra Borgfirðinga" Hvorki hefur heyrst né spurst til þess manns sem hann talaði til.
Með von um skjót viðbrögð frá þáttastjórnendaa (nema hann sé kominn ofan í formalíndósina sína til að eldast ekki meira enda sýnist mér hann hræddari við það en margt annað)
mánudagur, apríl 15, 2002
Ljóskan í Garðabænum hefur talað..... Bogginn er auðvitað Borgarfjörður eystri.. Hvað annað..... darara diririrí Vertu velkomin heim í fagra fjörðinn kæra á kvenfélagsgeim eða eitthvað slíkt. Ásgrímur leiðréttir textann sem er honum kærari en flest annað.. Halla ritaði "Ég er bara glöð að það sé föstudagur í dag." og ég benti góðfúslega á að ég teldi að hún hefði ætlað að setja r í stað ells í lýsingarorðinu í þessari setningu. Innsláttarvillur verða ekki gerðar að frekari umræðuefni.
Kona á miðjum aldri hafði samband við þáttinn og spurði út í merkingu orðsins ,,Bogginn". Því er til að svara að orð þetta mun vera einhverskonar slangur yfir það sem nefnt hefur verið Borgarfjörður eystri í daglegu tali. Það mun hafa verið ætlun einhverra ungæðingslegra vitleysinga að hressa upp á ímynd staðarins með þessu orðskrípi. En gaman væri að heyra frá hlustendum hvort þeir kannast við einhverjar aðrar merkingar orðsins Bogginn. Kona á óræðum aldri úr uppsveitum Rangárvallarsýslu hafði samband við mig um miðja nótt í síðustu viku og sagðist kannast við að hafa heyrt orðið ,,Bogginn" notað um mann að nafni Borgþór sem ferðaðist um sveitina í hennar ungdæmi og sæddi beljur. Gaman væri ef einhverjir hlustendur könnuðust við þennan Borgþór og sérstaklega ef þeir vissu símanúmerið hjá honum. Þá verður þetta ekki lengra að sinni. Ég þakka áheyrnina. Góðar stundir.
Þegar fólk er komið á ykkar aldur Bibbi og Hrefna þá sé ég enga ástæðu til þess að óska því til hamingju með að eldast. Þetta er bara enn eitt skrefið í áttina að óumflýjanlegum grafarbakkanum sem nú er bara í seilingarfjarlægð hjá ykkur. Þessvegna sendi ég nú engar afmæliskveðjur. Þið verðið endilega að kíkja á Boggann Hrefna og Bibbi en það verður sjálfsagt erfitt.
Ég þekki allt of mikið af íþróttakennurum. Þetta eru upp til hópa fáráðar. Engan þekki ég þó nógu og vitlausan til að fara að eyða sumarfríinu sínu í að standa gargandi á sundlaugarbakka á krakkaorma. Flestir held ég að fái nóg af því yfir vetrartímann. Ég er reyndar að kenna með einum sjóðandi heitum piparsveini sem heitir Torfi og ég skal lauma hugmyndinni að honum en ég held að hann hlæi bara að henni.
Kveðja
Ég þekki allt of mikið af íþróttakennurum. Þetta eru upp til hópa fáráðar. Engan þekki ég þó nógu og vitlausan til að fara að eyða sumarfríinu sínu í að standa gargandi á sundlaugarbakka á krakkaorma. Flestir held ég að fái nóg af því yfir vetrartímann. Ég er reyndar að kenna með einum sjóðandi heitum piparsveini sem heitir Torfi og ég skal lauma hugmyndinni að honum en ég held að hann hlæi bara að henni.
Kveðja
Nú fara svitakirtlarnir að vinna fyrir alvöru... Vika í samræmdu prófin... Þetta verður skratti stressandi vika en maður fær sér þá bara bjór í hádeginu og kemur kúl í skólann eftir mat.. Það ætla allir í 10.bekk í öll prófin nema 3 - 4 sem ætla að sleppa dönsku.. Ég segi þeim náttúrulega að taka öll prófin. Þau viti ekkert hvernig þau standa nema reyna. Það þýðir ekkert að stefna á eitthvað minna en 7.0 og engan aumingjaskap. Svo er bara að komast að því hvað aðrir fengu og fara að bera sig saman. :-)
Má ekki vera að þessu þarf að fara að ljósrita samræmd próf...eða eitthvað
Má ekki vera að þessu þarf að fara að ljósrita samræmd próf...eða eitthvað