föstudagur, ágúst 09, 2002

1. regla Golf er ekki íþrótt.
Já þakka ykkur Herdís og Bibbi fyrir komuna en leiðinlegt að fá engan á leiksýningu en þið verðið bara að lesa krítíkina í Mogganum. Já við áttum hér glæsilegan sigurleik á þriðjudaginn þar sem við Bibbi og Stebbi Arinbjarnar og Þór spiluðum allir svo þetta var hálfgert KEnnólið. Myndir eru væntanlegar inn á vefinn af þessu glæsilega liði. Verslunarmannahelgin er afstaðin og var ótrúlega erfið. Heyrumst.

miðvikudagur, ágúst 07, 2002

Ég vil nú benda á að ég hef komið bæði á Strandirnar og einnig á Boggann og það nokkrum sinnum. Í síðasta sinn í gær til að skora mark í sigurleik Borgfirðinga gegn Hallormsstaðamönnum. Ég telst því til þeirra sem hafa komið á báða staðina og það var meira að segja eftir að ég byrjaði í Kennó því að ég gerði mér einmitt far um að skoða Finnbogastaðaskóla.

Héðan er allt hið besta að frétta. Hitti Steinunni hér um daginn frekar óvænt, alveg ótrúlegt að manni skuli ekki vera tjáð þegar menn koma hér við, maður er með fullan ískáp af bjór og vöfflujárn sem býr til ÞOKKALEGA góðar vöfflur. Einnig fínt grill sem er seint of mikið notað.

Er að fara í KHB golfmót í kvöld. (KHB = Kennara og húsvarðafélag bæjarins) (1. regla Kennslukonur eru ekki kennarar) (2. regla sjá fyrstu reglu) (3. regla sjá aðra reglu) (o.s.frv.)

Kveðjur úr Austrinu.

Bibbi