Góða helgi Halla og hinir. Það verður nú ekki Hallað á neinn þó svo að imprað c á því að H-in séu H-vær. Hrebbna er nú ekki langt á eftir ykkur talmeinafræðingstilfellunum. Ég gæti jafnvel ímyndað mér að talmeinafræðingurinn færi beina leið til heyrnmeinafræðings eftir að þið yfirgefið hana (hlýtur að vera hún, þetta er láglaunastétt og verður að hafa þolinmæði til að hlusta á misgáfulegt tal og meta það í leiðinni sem skv öllu ætti að vera óframkvæmanlegt fyrir kk þar sem hann gæti bara annað hvort hlustað eða spáð í röddina.). Ég vona bara að þið farið saman til talmeinafræðingsins því að annars er hætt við að hún verði hætt störfum ef þið farið til þess sama.
Jæja nú er bara vika eftir í skólanum hjá mér. Næsta vika. Þá prófa ég nemendur og svoleiðis, kem út skólablaði og rek endahnútinn á umferðarfræðsluna. Þau spurðu mig reyndar um daginn hvort að ég hefði keyrt út af og ekki gat ég neitað því þannig að þau spurðu mig hvort ég hefði verið drukkinn og þá kom nú einhver hnútur á tunguna í mér en að endingu gat ég nú ekki neitað því heldur. Þau voru nú ekki beint ánægð með umferðarfræðslukennarann eftir það :-)
Vikan eftir næstu viku er prófavika en þá ætla ég að vera búinn að prófa þannig að ég verð bara að gefa einkunnir og ganga frá. Svo kemur Danmerkurreisan til GuðrúnarTuborgar og Karls Bergs en þau munu sjá um alla ferðatilhögun. Stysta leið á milli bara verður tilbúin og mun rútan sem við verðum í ganga á milli þeirra. Samkvæmt tillögu Karls Bergs munum við ekki líða þorsta sökum hita á leiðinni og hefur hann náð að tryggja okkur styrktaraðila. Það mun vera einhver náskyldur honum. Guðrún Tuborg er ekki ánægð með þetta og hyggst undirbjóða í verkið og mun tilboð vera á leiðinni sem skýtur keppinaut hennar ref fyrir rass. Einnig er víst á leiðinni tilboð frá einhverjum Bjarna Smirnoff en á honum kann ég ekki mikil deili önnur en þau að hann mun vera mikið úti að ganga með Jóni og gæti Jón þessi fylgt með í tilboðinu hans. Bjarni frá Vogi er mjög ánægður með þróun mála og hyggst jafnvel nema land í Danmörku með okkur í Egilsstaðaskóla og bjóðum við hann velkominn ef af verður. Eitthvað er verið að reyna að ná frekari fjármögnun í ferðina og er foreldraráðið að vinna að ýmsum málum og mun Kristín nýja verða kynnt fyrir hópnum og mun karlpeningur fá að njóta hennar í 1 klukkustund. Strákarnir sem hana kanna (og kannski einhverjar stúlkur) verða alsæl með það ef ég þekki hana rétt.
Ef þið hafið fleiri hugmyndir um fjáröfllun eru þær vel þegnar.+