Héðan af Austurlandi er það helst í fréttum að sumarið kom óvenjulega snemma en á mæli heima hjá mér var 16 stiga hiti í gær. Að vísu skein sólin eitthvað örlítið á mælinn en sundlaugin var full af fólki og vatni auk þess sem knattspyrna var leikin af drengjum á stuttbuxum og í bolum á skólavellinum.
Allt bendir til þess að ég yfirgefi Austurland í vor og haldi á nýjar slóðir þó ekki í höfuðborginni heldur mun Norðurland þurfa að þjást eitthvað áður en haldið verður suður yfir heiðar að nýju. Það sem helst ræður er hátt verðlag á fasteignum hér fyrir austan.
Nú er maður alltaf í bænum um helgar annaðhvort á árshátíðum, með íþróttastráka sem ég þjálfa eða vegna kennarasambandsins en ég er einmitt að fara á K.Í. þing á mánudag og þriðjudag eftir viku.
Varðandi að hittast vegna fimm ára afmælis þá var uppástunga um nefndarmeðlimi hér á síðunni fyrir allnokkru. Treysti þeim til að koma þessu á koppinn þ.e.a.s. ef þeir vita af því að þeir eru í nefnd.
Ég sting þó upp á því að annað hvort verði þetta í vor í einhverju húsi í Rvk eða útilega í sumar með fjölskyldum.