Já Þórður kom og sá leikritið. Ég var ánægður með að hann skyldi skella sér austur. Svo var hann yfirmaður dómnefndar á hagyrðingakvöldi. Hann virtist skemmta sér mjög vel og fór um allt þarna og meira segja á sjó með Helga Hlyni. Jæja nú byrjaði Jón Bragi í skólanum sínum í morgun. Tíminn líður víst.
fimmtudagur, ágúst 22, 2002
Hæ, Ég verð að monta mig..... Hér á Héraði er í gangi hátíð sem nefnist Ormsteiti... Eitt atriði hátíðarinnar var fegurðarsamkeppni gæludýra og sigraði hundurinn minn með yfirburðum..... Týra er lang flottust.....
miðvikudagur, ágúst 21, 2002
Það er mjög erfitt að rífa sig af stað í þetta allt saman og ég er ekkert að skammast mín fyrir það fyrst að meira að segja Bibbi á erfitt með það. Þessi maður sem er gjörsamlega ofvirkur.
Veit ekki hvort þetta er allt of mikil kennsla, það kemur í ljós. Svo finnst manni það og þá er ekki aftur snúið og maður gleymir því hvað maður kenndi yfir sig um sumarið og gerir það enn og aftur.... Maður þarf jú aurana
þriðjudagur, ágúst 20, 2002
Glætan að maður geti meira.....ég er farinn heim....kenni þvílíka steypu í vetur.... leikfimi 3 - 10.bekk og stæ í 8 - 10 og náttúrufræði í 10 auk íþróttavals....
Baráttuþrek mitt er að breytast í þrek og tár....aðallega tár
Baráttuþrek mitt er að breytast í þrek og tár....aðallega tár