laugardagur, nóvember 30, 2002

Alltaf er gaman af því þegar einhver vill hittast....... En eins og staðan er núna þá kem ég væntanlega í bæinn 10.jan (Sóley kemur eitthvað fyrr). Ég verð í bænum fram til 18.jan ca. og fer þá aftur að kenna nema kúlubúinn verði orðinn léttpirraður og mættur á staðinn í eigin persónu.... Ég get s.s. hitststst í byrjun nýja ársins... hvar sem er og hvenær sem er...............

fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Okkar skóli ætlar að splæsa á okkur til Grindavíkur í jólahlaðborð annað kvöld. Kennararnir vita ekki hvernig þeir eiga að taka þessu því þeir eiga ekki því að venjast að skólinn splæsi einu né neinu. Mig þyrstir í fréttir að austan Bibbi. Ertu að æfa handbolta eða fótbolta þarna? Ég hef ekki enn gert upp við mig hvort maður á að fara austur um jólin. Hallóínball í kvöld hér í skólanum og allt að verða vitlaust. Gangið hægt um gleðinnar dyr.

þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Góðan daginn. Það er gaman að föndra! Ég lenti í helvíti skemmtilegu atviki í morgun. Lögreglumaður á mótorhjóli veitti mér eftirför alla leið inn á bílastæðið við skólann en þá var ég búinn að brjóta vel flestar umferðarreglur sem í gildi eru hér á landi og jafnvel fleiri. Lögreglumaðurinn spurði mig spjörunum úr og bað mig um ökuskirteini en ég var ekki einu sinni með skilríki. Svo allt í einu sagði hann mér að láta mér þetta að kenningu verða og ég varð rosalega feginn.
Það liggur við að maður fari að föndra þegar maður les þessa útskýringu.... En maður er með svo góða sjálfsstjórn að maður kemst yfir þetta.... án föndurs....

Hér eru krakkar látnir búa til jólakonfekt og maður kemst létt frá því vegna mikils áhuga foreldra að koma og hjálpa...