fimmtudagur, desember 11, 2003

Sælt veri fólkið.

Til hamingju með nýju íbúðina Hrefna. Hvar er hún?

Hér á Egilsstöðum er allt orðið hvítt, frostið um 12 gráður en logn sem betur fer. Tinna braggast ágætlega og er hin brattasta (sérstaklega í nótt er hún komst að því að hún væri ein vakandi og ákvað að gera bragarbót á því og vakti okkur og sofnaði að því loknu).

Við fórum á Akureyri um síðustu helgi og ætluðum aldeilis að versla. Við komum á föstudagskveldi með Tinnu alveg á háa céinu enda vildi hún gera eitthvað annað en að sitja í bíl. Laugardagsmorgun fór í að gæta Tinnu í bústaðnum á meðan Sóley fór að versla og eftir hádegi komumst við í Rúmfatalagerinn og kíktum svo á tvíbba sem eru 6 vikna. Að því loknu var sú litla sybbin og svaf í bústaðnum hjá ömmu sinni á meðan við fundum ekki neitt í Hagkaup. Á sunnudagsmorgni fórum við til baka á meðan hún svaf með eina peysu sem var uppskera innkaupaferðarinnar til Akureyrar. Þarna sannaðist að grasið er ekki alltaf grænna hinum megin við Jökulsá á Fjöllum.

Það er aðeins vika að jólafríi sem að þessu sinni hefst 19. des og endar 1. mars. JIBBÝ JEY

Það er að frétta af Ásgrími að ég er búinn að bjóða honum aftur inn. Hann hefur einhverra hluta vegna dottið út en hefur samt ekki þegið boðið. Vonandi stendur það til bóta. Ef einhver hittir á hann þá ýtið við honum.

Kveðja úr kulda en ekki trekki

Bibbi