Í verkfalli er gaman
þá gráta allir saman
bæði úti og inni
og allir eru með
Menn kjökra bæð´og væla
ei prísa sína sæla
hvað allir vondir við kennarana hér
Já það er ekki tekið út með sældinni að vera í verkfalli. Hér á Egilsstöðum eru kennarar almennt á því að segja upp um leið og semst ef ekki verður gengið að kröfum okkar. Flestir kennarar eru komnir í aðra vinnu en kennslukonur eru enn að ala önn fyrir sínum börnum og börnum nágrannana.
Mér finnst merkilegt hve samstaða kennara er góð. Ég hef trú á að sveitarstjórnir bregðist áður en kennarar geri það. Sveitarstjórnarmenn víða eru að gagnrýna forystu sambands sveitarfélaga fyrir linkind gagnvart ríkinu en taka það út á kennurum. Ég trúi því að sambandið sé eins og Sambandið búið að vera orðið bákn þar sem sveitarstjórnir víða um land ráða ekki lengur sínum fjármunum heldur er þetta allt á fárra höndum í stjórn Sveitarfélaga og sá sem er að semja fyrir þá við kennara er ekki einu sinni í stjórninni heldur formaður launanefndar og hann á að ráða hversu mikið sveitarfélög út um allt land greiða kennurum. Þetta er náttúrulega bara rugl því að sveitarfélög geta ekki gengið úr samtökunum ef illa semst fyrir sveitarfélög eða ef kennarar eru ósáttir mega sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins ekki semja betur við sitt fólk til að halda því. Kennarar geta þó hætt ef samningar verða ömurlegir. Furðulegt að sveitarstjórnarmenn sem maður kýs til að takast á við menntunarmál innan sveitarfélagsins skulu framselja skyldu sína til sambandsins sem hugsar nær eingöngu um peninga en ekki fólk og um Reykjavík og nágrenni áður en þeir svo mikið sem kíkja á "landið".
Jæja best að fara að baka. Maður er svoleiðis misnotaður hérna heima í verkfallinu. Það er bara listi með því sem þarf að gera. Ryksuga, vaska upp, hengja upp, þvo þvott, baka, kaupa inn (samt ekki í ríkinu), ganga frá þvotti og ótal margt annað sem konur sjá öllu jöfnu um. Ég vil því samninga strax og ekkert múður, jafnvel bara lægri laun eða sömu bara komast úr húsverkunum sem eru reyndar ekki lengi unnin (skil ekki alveg þetta með að það sé 100% starf að vera heimavinnandi). Maður setur í vél og bíður í tvo tíma. Bakar köku, setur í ofn og bíður í 30 mínútur lágmark, Maður hengir upp þvott og bíður í 10 tíma eftir að hann þorni. Þetta væri algjör lúxus ef maður væri ekki að fara í störf annarra.
Kveðjur úr sveitinni,
Bibbi
þá gráta allir saman
bæði úti og inni
og allir eru með
Menn kjökra bæð´og væla
ei prísa sína sæla
hvað allir vondir við kennarana hér
Já það er ekki tekið út með sældinni að vera í verkfalli. Hér á Egilsstöðum eru kennarar almennt á því að segja upp um leið og semst ef ekki verður gengið að kröfum okkar. Flestir kennarar eru komnir í aðra vinnu en kennslukonur eru enn að ala önn fyrir sínum börnum og börnum nágrannana.
Mér finnst merkilegt hve samstaða kennara er góð. Ég hef trú á að sveitarstjórnir bregðist áður en kennarar geri það. Sveitarstjórnarmenn víða eru að gagnrýna forystu sambands sveitarfélaga fyrir linkind gagnvart ríkinu en taka það út á kennurum. Ég trúi því að sambandið sé eins og Sambandið búið að vera orðið bákn þar sem sveitarstjórnir víða um land ráða ekki lengur sínum fjármunum heldur er þetta allt á fárra höndum í stjórn Sveitarfélaga og sá sem er að semja fyrir þá við kennara er ekki einu sinni í stjórninni heldur formaður launanefndar og hann á að ráða hversu mikið sveitarfélög út um allt land greiða kennurum. Þetta er náttúrulega bara rugl því að sveitarfélög geta ekki gengið úr samtökunum ef illa semst fyrir sveitarfélög eða ef kennarar eru ósáttir mega sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins ekki semja betur við sitt fólk til að halda því. Kennarar geta þó hætt ef samningar verða ömurlegir. Furðulegt að sveitarstjórnarmenn sem maður kýs til að takast á við menntunarmál innan sveitarfélagsins skulu framselja skyldu sína til sambandsins sem hugsar nær eingöngu um peninga en ekki fólk og um Reykjavík og nágrenni áður en þeir svo mikið sem kíkja á "landið".
Jæja best að fara að baka. Maður er svoleiðis misnotaður hérna heima í verkfallinu. Það er bara listi með því sem þarf að gera. Ryksuga, vaska upp, hengja upp, þvo þvott, baka, kaupa inn (samt ekki í ríkinu), ganga frá þvotti og ótal margt annað sem konur sjá öllu jöfnu um. Ég vil því samninga strax og ekkert múður, jafnvel bara lægri laun eða sömu bara komast úr húsverkunum sem eru reyndar ekki lengi unnin (skil ekki alveg þetta með að það sé 100% starf að vera heimavinnandi). Maður setur í vél og bíður í tvo tíma. Bakar köku, setur í ofn og bíður í 30 mínútur lágmark, Maður hengir upp þvott og bíður í 10 tíma eftir að hann þorni. Þetta væri algjör lúxus ef maður væri ekki að fara í störf annarra.
Kveðjur úr sveitinni,
Bibbi