miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Sting upp á Maríu, Guðlaugu og Jensínu í nefnd fyrir 5 ára afmælið. Við veðum nú að gera eitthvað af viti. Það er spurning um að tala við einhverja í öðrum bekkjum eða fögum.

Annars er allt komið á fullt hérna og ég verð nú að segja að ég hlakka ekki til verkfalls og vona að það verði ekki en á von á löngu verkfalli ef af verður. Það er nú reyndar hálfgert verkfall á mér þessa dagana því Tinna kemst ekki á barnaheimili fyrr en 13. sept og þangað til höfum við enga pössun og því verður hún með mér í skólanum þangað til.

Þessi blessaða samninganefnd hlýtur að ná einhverjum samningi. Það er náttúrulega bara rugl að samninganefndirnar hittist reglulega og það kemur aldrei neitt út úr því. Það er bara rugl.