miðvikudagur, október 22, 2003

hæ,

Vinabekkjaumræða... Ég er með 10.bekk og nú er að fara af stað vinabekkjadæmi. 10. bekkur á að taka að sér 1. bekk og vera með þeim í tíma í þeirra stofu og svo koma krílin og vinna í stofunni hjá 10.bekk. Ég ætla að nýta þetta í jólaföndrinu og láta 1. bekk föndra fyrir 10.bekkinn þannig að ég sleppi við þessa nauðung.

Annars er allt gott að frétta úr sólinni á Austurlandi.

Ræðukeppni á milli bekkja í nov, ferðalag 9. og 10. bekkjar um Kárahnjúka og Hrafnkels slóðir Freysgoða og svo náttúrulega jólafríið sem byrjar 19. des og endar 1. mars (fæðingarorlof klárað) og þá er nú stutt í sumarið hehe.