fimmtudagur, mars 18, 2004

Nú fer að koma eitthvað vit hér á síðuna. Karlmenn búnir að yfirtaka spjallið og saumaklúbbaumræða og naglalakk heyrir nú sögunni til. Þetta er almennilegt.

Hér kemur söguleg staðreynd. Ásgrímur flutti í sömu götu og ég vegna þess að hann var konulaus og ég á hund (tík).
það er nú ekki nema von að fólk fari að jæjast aðeins. Engar fréttir af neinum. Hvað er að gerast. Meira að segja virðast allir komnir með það á hreint hvar skólinn í Mosfellsbæ er staðsettur.

Ég er að fara í ferð með 8 - 10.bekk á Akureyri um helgina fjör og meira fjör. Námsmaraþon í næstu viku fimmtudag fram á föstudag enn meira fjör og svo árshátíð fimmtudag þar á eftir.

Svo suður og út til þýskalands um páskana þá fyrst er fjör.

Bíllinn klikkaði á Vopnafirði um helgina og er þar enn í viðgerð. fjör. gekk yfir Hellisheiðina í blindbyl og brjáluðu veðri að sækja hjálp....