föstudagur, nóvember 15, 2002

Það er félagsvist hjá kennurum Egilsstaðaskóla í kvöld og svo eru tónleikar annars vegar með blúsbandi Guðjóns og eru í því tónlistarmaður Austurlands, bróðir Ásgríms og hinn eini sanni kóngur Jón Arngrímsson, einnig er Ármann tónlistarkennari Fellaskóla og Valgeir, borgfirðingur, Skúlason í þessu bandi.... Hörður Torfason heldur uppi samkeppni í menningunni með tónleikum í Valaskjálf þannig að eins og þið sjáið er brjálað stuð á Austurlandi í kvöld ..... Þeir sem ekki komast í þessi geim er boðið að koma í fjósið á Egilsstaðabænum og sjá sjálfvirkar mjólkurvélar að störfum....

Dísús hvað maður verður þunnur á morgun eftir allt þetta brjálaða stuð........
Mússí mússí múss, er að fara að glugga í glas í kvöld. Hafið góða helgi og hafið samband ef ykkur vantar fimmundarsöng.
Já Jensína ég bjóst líka við því en svona er maður óútreiknanlegur. Hvað á að gera um helgina gott fólk?

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Ég hef það þannig Jensína að ég tek mánuð seinna eins og þér datt í hug en ég hef það þannig í innkaupunum að Sóley verslar fyrir sig og ég fyrir mig þannig að hagsýnin og þrengri kostur hefur lítil áhrif á mig...hehehe..... Auðvitað vill maður vera viðstaddur og reynir að komast suður alveg út í eitt.

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

ÉG á bók fyrir verðandi og orðandi feður. Þ.e.a.s. þá sem eru orðnir feður. Hún heitir "hvernig getur þú bætt golfsveifluna þína" og er eftir Úlfar Jónsson. Þetta með innkaupin er mjög gott dæmi því að nú ´kaupir Sóley einungis eins mikið og hún treystir sér til að bera og verður þá jafnframt að gæta þess að kaupa einungis það nauðsynlegasta. Gott dæmi um hagsýni.

Annars er allt gott að frétta. Ég keyri suður um 10.jan og skil bílinn eftir þegar og ef ég þarf að fara austur að kenna og flýg því í bæinn þegar eitthvað virðist ætla að bresta á. Ég tími bara ekki að eyða fæðingarorlofinu í að bíða eftir barninu. Þannig að ef því verður að skipta þá er betra að missa af fæðingunni og eiga svo 2 mánuði eftir en að eyða kannski 2 vikum í bið og svo 1 1/2 mánuði eftir fæðingu. eða hvað.......

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Nú held ég að Jensína tónmenntarkennari ætti að taka þig í tíma og fara yfir tónstigann með þér. Annars er þettta eins og Stebbi Jóh. stærðfræðikennari á Eiðum, gítarleikari og Led Zeppelin aðdáandi nr. 1 á Íslandi sagði. Tónlist er bara stærðfræði. Sem sagt það eru sjö nótur í tónstiganum og þannig skiptast þær á eins langt og mannseyrað getur numið. Þegar söngur er raddaður er algengt að annar söngvarinn syngi td. einni áttund ofar eða neðar en hinn. Það sem er hinsvegar sérstakt við fimmundina er það að þá syngur annar söngvarinn aðeins fimm nótum fyrir ofan hinn eða neðan. Held ég. Fimmundarsöngur er ekki mjög algengur en á sér þónokkra hefð á Íslandi í gegnum aldirnar og getur verið óhemju flottur í lögum sem henta honum vel s.s. Ó mín flaskan fríða, Karl sat undir kletti KRUMMI SVAF Í KLETTAGJ'A osfv.
Jensína ég get frætt þig og þá aðra í leiðinni að við neyðumst til að koma suður þegar fjölgunin verður. Ekki er nóg framboð á ljósum mæðrum hér á Egilsstöðum og Norðfjörður á nóg með firðina þannig að Akureyri og Reykjavík eru einu staðirnir í boði. Sóley fer suður um 12 jan og ég í kjölfarið og verð meira og minna fyrir sunnan en verð væntanlega að kenna eitthvað af og til. Ég verð svo bara að rjúka suður um leið og eitthvað fer að gerast.

Þetta verður sem sagt upp úr 20 - 25 jan. Svona undir mánaðamótin.
Nú kom að því að viskubrunnur stærðfræði- og íþróttakennarans tæmdist. Honum tæmdist ekki arfur heldur var viskan allt í einu upp urin. Hvað er fimmund?
Bibbi: Krummi svaf í klettagjá osfv. er ljóðið sem sungið er við þetta falllega alþýðulag. Ég veit ekki hvort þú kannast við þetta lag en ef einhver getur sungið það einn í fimmund þá ert það þú. Annars fór ég á tónleika í íslensku Óperunni í hádeginu í dag! Manni verður hálf flökurt af snobbi þessa dagana bara af því að vera maður sjálfur. Að vísu fór ég bara með föður minn á þessa tónleika og saknaði verulega Krumma á efnisskránni.
´Svona er að mæta ekki að vísu með eina af bestu afsökununum en hver er brandarinn með Krummi svaf í Klettagjá.... Maður verður að reyna að vera með.

En ég fór að velta fyrir mér þegar hvessti núna um og upp úr helginni hve það er heppilegt að tré skuli gefa eftir. T.d. ef tré væru úr járni en ekki úr tré þá myndu þau eflaust ekki standa svona af sér hvert veðrið á fætur öðru og einnig þá myndu trésmiðir leggjast af því ekkert væri til sem væri tré. Ég bendi einnig á að fólk væri þá ekki eins trénað og timburmenn þekktust ekki.
Fleira mætti nefna t.d. væri sagan af Gosa gjörsamlega óþekkt ef ekki óskráð og timbursala BYKO væri hjóm eitt.

Allt þetta og meira í boði Blikksmiðjunnar - Blikk er betra en tré.

mánudagur, nóvember 11, 2002

Verður margt að meini!!!
Var einhver að panta óskalag? Shit hvað maður getur orðið steiktur jæja ég held samt að ég hafi eignast fleiri en einn nýjan vin þarna sem mér tókst að mynda djúpt andlegt samband við í gegnum hinn þjóðlega fimmundarsöng. Jæja best að fara bara á snúrurnar held ég. Gaman að hitta ykkur og sannarlega vel gert af Maríu að bjóða okkur þótt ég skilji vel að Kjartan hafi snögghvítnað í framan þegar hann opnaði útidyrahurðina og sá okkur.

sunnudagur, nóvember 10, 2002

Nú er kominn sunnudagur og allir búnir að heimta heilsuna á ný! Ég segi nú bara eins og Greifarnir: Vonandi skemmtuð þið ykkur vel upp á palli, út í tjaldi.....

En nóg um það.

Nú fer maður að telja niður 10 vikur