Nei það er nú ekki svo gott að þetta sé eins og spjallið. Kosturinn við þetta er að hér geymast öll okkar skoðanaskipti inni og ekkert fyrnist nema maður vilji sjálfur fyrna það. Maður getur sem sagt eytt því sem maður setur inn en það er samt óæskilegt. Maður sér hverjir hafa svarað hverjum og svo getur saumaklúbburinn stofnað sér blogg og við gítardrengirnir sér blogg.
Á Irkinu er ekki hægt að sjá síðustu skeyti og hvað hefur verið að gerast á meðan maður hefur ekki verið tengdur. Hér er þetta eins og í kennó, reynslusögurnar lifa. Hibb, hibb, húrra.
Fréttir af öllum og ekki af neinum eru velkomnar svo og fréttir af öllum og engum.
Að sjálfsögðu er hægt að fara á spjall líka því að e-mail allra eru undir team og þannig er hægt að biðja einhvern um að koma á spjallsvæði þegar þess þarf.