fimmtudagur, mars 07, 2002

Mér lýst vel á þetta allt saman. En djöfullinn sjálfur ég held að það sem ég sendi síðast hafi ekki komist til skila. Einhver tæknileg vandamál. Ég vil byrja á að óska Maríu til hamingju með soninn og auðvitað ykkur öllum hinum sem fjölgið ykkur eins og kanínur á viagra. Mogginn segir að Aron og frú eigi von á barni í maí. Hvar endar þetta allt saman? Ég hlakka til að sjá ykkur 5. apríl. Vonandi kemst þetta til skila.
Ég veit ekki alveg hvernig ferðum verður háttað í nánustu framtíð en ef þú hefur einhverja dagsetningu þá lætur þú hana bara vaða. Ég reyni svo að spá í hvort ég kemst. Ég veit að ég verð á ferðinni fyrstu helgina í apríl ca. 5-7 og verð laus þá á föstudeginum. Fer svo í ferð út á land í náttúrufræðikynningu á laugardeginum. Páskar eru óráðnir en ef að líkum lætur verð ég ekki á ferðinni í bænum fyrr en í apríl. Ég mæli með partýi fyrir þann tíma en hinn tíminn er einnig ágætur, allir búnir að ákveða næsta vetur þannig að þá verður væntanlega um nóg að tala,,,,,eins og það hafi einhvern tíma vantað.

Ein hugmynd varðandi vandamál sem Jensína og Herdís hafa upplifað. Ef að textinn dettur út hjá ykkur og kemur ekki inn að neðan... þetta má nú misskilja .... þá er hægt að prófa að fara í back hnappinn og athuga hvort að textinn sé enn á skjánum í fyrri glugga.

þriðjudagur, mars 05, 2002

Mér líst vel á þetta Halla og bið ég þig um að senda mér hugmyndir af dagsetningum á bibbi@ismennt.is og ég get e.t.v. sagt þér hvenær ég er í bænum ef eitthvað slíkt kemur til. Ég er náttúrulega að misnota aðstöðu mína en tel dreifbýlisfólk njóti forréttinda varðandi hittingar í bænum. Ef ekki þá það eða hvort eð er eða eitthvað svoleiðis.
Endilega að sanka netföngum hér inn og vera iðin við að setja mark sitt á spjallið. Það þarf ekki að vera merkilegt sem hér kemur frekar en innskot vor í skólanum forðum. Ég er annars með 10.bekk í íslensku, stærðfræði, náttúrufræði, lífsleikni og íþróttir. Með 9. bekk í stærðfræði, náttúrufræði og íþróttir, 8. bekk í náttúrufræði, 7. bekk í íþróttum og íþróttavalið í 9. og 10. bekk. Annað kenni ég nú ekki.


ég held að Helga Guðný sé með annaðnetfang. ekki sigusi. heldur helgagudny eitthvað. ég fékk póst frá henni fyrir stuttu en gleymdi að setja netfangið hennar inn. svo held ég að hún sé ekki mikið á netinu...
HÆ ALLIR.
takk fyrir að láta mig vita að spjallinu. alltaf vesen þegar maður breytir um netföng.... (sting@tal.is) fyrir þá sem vilja meira....)
já. ég hef greinilega líka misst af partíi....sem svo ekki var....
ég er sem sagt enní kennó fyrir þá sem ekki vita það:::: er að klára samt í vor.
allt gengur nokk vel. Börnin þrjú skiptast á að vera lasin, og ég er loks að komast í skólann eftir 3 vikna "skiptast á að vera heima" á móti kallinum.tíma.
já. svo sleppur maður sjálfur sem betur fer.
mér líst vel á þessa spjallrás okkar.
hvernig er með fréttir af liðinu? eru allir að kenna?? og hvaða bekkjum?? hvar er gengið
líst vel á að hittast við tækifæri. gaman ef allir kæmust.
við höfum verið að hittast nokkrum sinnum "mömmurnar" með börnin sem hafa fæðst síðan í kennó. það hefur verið frábært. og nýjasti meðlimurinn er væntanlega María með strákinn sinn.

bestu kveðjur til ykkar- Steinunn.


mánudagur, mars 04, 2002

Já eitthvað fór lítið fyrir partýinu en ég sá ekki fyrr en of seint að það stæði til enda ekki nettengdur í RVK. Hefði reynt að mæta ef ég hefði frétt þetta en koma dagar koma ráð og það verður bara skemmtilegra þegar það verður svo haldið.