Jú ég verð á Egilsstöðum í sumar og hvet alla til að koma. Ég baka og grilla :-) . Það er svo gott að koma í sveitina. Það verður samt ekki hægt að ganga að mér vísum hér án þess að gera boð á undan sér en ég fer út með 10 bekk í vor og einnig einhverja kennaraferð og svo gæti maður farið til Ítalíu í ágúst/sept. Hér er líka hægt að fá að gista. Það hlýtur að verða betra sumar hér en síðasta sumar. Hlakka til að fá ykkur sem flest í heimsókn. Það er líka hægt að koma á tjaldútilegu hér fyrir austan, Herdís verður væntanlega eitthvað hér, Ásgrímur verður að koma á Boggann annars fer hann á hausinn - hvor?.
Nú á maður víst að vera í páskafríi en maður er að fara yfir verkefni sem maður hefur treinað fram í fríið og bölsótast yfir því núna. Ég er að glósa Orkubók í náttúrufræði og búinn með einkenni lífvera ef einhver er að kenna þetta og vantar úrdrátt úr þessum bókum get ég sent þetta á hann/hana. Þetta er efni til samræmdra prófa.
kveðjur,
Bibbi
Nú á maður víst að vera í páskafríi en maður er að fara yfir verkefni sem maður hefur treinað fram í fríið og bölsótast yfir því núna. Ég er að glósa Orkubók í náttúrufræði og búinn með einkenni lífvera ef einhver er að kenna þetta og vantar úrdrátt úr þessum bókum get ég sent þetta á hann/hana. Þetta er efni til samræmdra prófa.
kveðjur,
Bibbi