miðvikudagur, mars 27, 2002

Jú ég verð á Egilsstöðum í sumar og hvet alla til að koma. Ég baka og grilla :-) . Það er svo gott að koma í sveitina. Það verður samt ekki hægt að ganga að mér vísum hér án þess að gera boð á undan sér en ég fer út með 10 bekk í vor og einnig einhverja kennaraferð og svo gæti maður farið til Ítalíu í ágúst/sept. Hér er líka hægt að fá að gista. Það hlýtur að verða betra sumar hér en síðasta sumar. Hlakka til að fá ykkur sem flest í heimsókn. Það er líka hægt að koma á tjaldútilegu hér fyrir austan, Herdís verður væntanlega eitthvað hér, Ásgrímur verður að koma á Boggann annars fer hann á hausinn - hvor?.

Nú á maður víst að vera í páskafríi en maður er að fara yfir verkefni sem maður hefur treinað fram í fríið og bölsótast yfir því núna. Ég er að glósa Orkubók í náttúrufræði og búinn með einkenni lífvera ef einhver er að kenna þetta og vantar úrdrátt úr þessum bókum get ég sent þetta á hann/hana. Þetta er efni til samræmdra prófa.

kveðjur,

Bibbi

þriðjudagur, mars 26, 2002

Ég verð nú að leggja orð í belg. Í fyrsta lagi virðist vera heit umræða um það hverjir tala við hverja hér og verð ég hálf undrandi á því. Ekki erum við Ásgrímur (enn einu kk sem hafa meldað sig inn en Ásgrímur hefur ekki látið heyra í sér nýlega) að kvarta yfir tali um tónmenntastúlkukindur eða mömmuklúbba. Það verður að treysta fólki til að tjá sig um hvaðeina sem það telur Bloggerinn geta verið vettvang fyrir. Ef það væri skammtað umræðuefnum hér inn væri helst til döpur umræða. Í öðru lagi er allt í lagi að takast aðeins á. Það er bara hollt svo lengi sem allt grær um síðir og menn verða vinir að minnsta kosti félagar að nýju.

Hvernig væri að skipuleggja eitthvað húllumhæ í sumar, bústað eða tjöld einhvers staðar þar sem grasið grær en það eru e.t.v. svo margar nýjar mæður að það verður að bíða með allt svoleiðis í 2 - 3 ár. Það væri þá kannski hægt að húllumhæja í RVK eða á EG.

´Bibbi