föstudagur, apríl 12, 2002

Ég tók eftir stafsetningarvillu hjá Höllu frá 12/4 kl 10:43:49 þar sem hún slær inn "l" í stað "r" en svona eru kennarar geta slegið vitlaust á lyklaborðið eins og aðrir..... Bara að nefna það Hrefna... Ég á afmæli í dag og takk fyrir að muna það :-(
Og spáum kannski minna í afleiðingarnar....

fimmtudagur, apríl 11, 2002

Mig dreymdi erótíska drauma í sófanum og vildi helst ekki vakna þegar Halla vildi losna við mig úr stofuinnréttingunni. Svona kristallast munurinn á kynjunum, meðan stelpurnar eru önnum kafnar við að spekúlera í afleiðingum getnaðar þá heillar verknaðurinn sjálfur okkur alltaf mest!!!!
Ég fer nú að heimta fleiri sögur úr partýinu.... Ásgrímur hvað dreymdi þig á sófaborðinu hjá Höllu..... Var ekkert slegist eða neitt fútt,, bara brjóstagjafir og kúkableiur...... Ég hlakka til að komast í partý af þessari skemmtigráðu hljómar mjög spennandi :-)
Jæja þið segið það. Eru ekki allir í stuði. Bibbiribibb búinn að senda meil á Aron? Ég hef ekkert að segja nema það að ég á eftir að kenna fjóra tíma í dag og vera svo hér að sjá um ball hjá unglingadeildinni til rúmlega ellefu í kvöld. Djöfull verð ég ánægður þegar þessum degi verður lokið. Fer væntanlega í þrítugsafmæli á laugardag hjá fyrrum bassaleikara þungarokkshljómsveitarinnar ,,Trassanna" sem ég var eitt sinn í. Það verður nú meira helvítið ætli það verði ekki hlustað á Metalicu og gamlar upptökur með Trössunum. Jæja það er þó ekki hætta á að maður sofni í þeim hávaða! Bless í bili.

þriðjudagur, apríl 09, 2002

Sæl nú. Ég er ekki með símann á mér eins og er Hrefna en ég held ég sé með gemsan þinn og ég skal redda þessu. Ég hef aldrei lent í eins fjörugu partýi. Mig rámar eitthvað í tvær kvensniftir talandi í stofunni og svo sofnaði ég út frá sjónvarpinu. Þeir mega sosum eiga það sem mættu að þeir voru hressir og þetta var ágætis kvöldstund og ég var vel útsofinn þegar ég kom heim. Aron hafði loksins samband aftur við mig á sunnudaginn en það var full seint í rassinn gripið fyrir partýið. Ég fékk þó loksins rétt netfang hjá skepnunni. Það er aronoghulda@isl.is Bibbi geturðu meilað á hann blogger? Það var helst að frétta af honum að hann er slæmur í náranum og hvernig má sosum annað vera þegar menn gera ekkert annað en eðla sig?

mánudagur, apríl 08, 2002

Helv. aumingi að mæta ekki. Viðurkenni það fúslega. Ég hef hins vegar tvennt fyrir mér í þessu. Annars vegar ætlaði ég að vera í bænum á námskeiði á vegum Landsvirkjunar en einhverra hluta vegna varð ekkert úr því námsskeiði og því fór ég ekki suður. Ég held nefnilega að ég hafi ekki borgað eina ferð suður síðan ég flutti hingað. ÉG hef alltaf fengið einhvern til að borga þetta fyrir mig. Ég er að þjálfa m.fl. kvenna hér fyrir austan og það var mót um helgina sem ég varð náttúrulega að vera við. Það var svo mikið af kvenfólki á svæðinu að það urðu einhverjir kk að mæta til að stjórna. Annars hefði allt farið í tómt rugl... Þið vitið hvað ég meina.

Annars vona ég að partýið hafi verið gott. Allir vinir og svoleiðis. Fáeinir drukknir en aðrir fullir.