fimmtudagur, júní 06, 2002

´Leikfélagið Vaka á Borgarfirði er að fara að setja upp leikna dagskrá tileinkaða meistara Kjarval í tilefni af opnun Kjarvalstofu á Bogganum (1) 22 júní sem heitir Gilligogg. Við erum komin með leikstjóra sem er farinn austur og byrjaður að láta hlutina gerast en hann skipar mér að koma austur ekki seinna en 10 júní og ég er búinn að fá frí hér í skólanum 11. og 12. sem er fínt. Ég skora á ykkur að sjá þessa sýningu í sumar.
Annars get ég nú aldeilis sagt ykkur fréttir. Ég var uppi í Árbæjarlaug áðan með krakkana í 9. bekk og þar snaraðist vörpulegur herramaður að mér og fór að spyrja mig til um aldur og hjúskaparstöðu mína. Þarna var þá komið Vipgengi frá skjá einum sem var að fara að taka upp hina einu sönnu Djúpu laug. Ég varð að afþakka gott boð en þetta verður nú að flokkast sem einna mesti heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni hingað til. Ég á eftir að sitja límdur við Skjáinn annað kvöld og hugsa með mér........Vá ég hefði getað verið þarna!!!
(1)Borgarfirði eystra

miðvikudagur, júní 05, 2002

Hattararnir eru örugglega ekki góðir en þeir voru yfir 2 - 0 á móti Fjarðarbyggð og gerðu jafntefli við þá í fyrsta leiknum. það er meira en þeir náðu að gera í fyrra. Meðalaldurinn í liðinu var 17 ár held ég og Viðar sem er líklega í 10. bekk spilaði allan leikinn í vörnini og passaði Binna Skúla. Þessi maður þótti varla nógu og góður til að spila með okkur í fyrra.

Jæja gaman að tala um austfirskan fótbolta. Ég er á leiðinni austur á mánudaginn. Andrés leikstjóri er farinn austur og ég á að mæta á æfingu á mánudagskvöldið. Þetta verður líklega einn og hálfur tími í flutningi með tónlist og öllu. Það verður margt fyrirmenna þarna á svæðinu þegar frumsýningin verður og auðvitað átrúnaðargoðið mitt Ingibjörg Sólrún og svo náttúrulega Ólafur Ragnar Grímsson. Þau verða allavega við opnun Kjarvalstofu.

Ég er búinn að fá lánaða fartölvu í skólanum og ég vonast til að geta verið í sambandi hér í sumar því víst er þetta skemmtilegt og á Bibbinn þakkir skyldar fyrir tiltækið.

þriðjudagur, júní 04, 2002

Smá stund á milli stríða. Er á fullu að gefa einkunnir. Þetta er ákaflega skemmtilegt. Maður lætur hugann reika og slumpar svo eins og 7,5 eða eitthvað annað eftir því hvernig stuði maður er í.

Ég verð nú að segja með vistunina í skólanum að það er tæpast tilviljun að þessi yfirlýsing R-listans um kostnað vegna vistunar kemur viku eftir kosningar en ekki viku fyrir kosningar. Þetta er alveg dæmigert fyrir R-listann. Þau skella alls konar gjöldum á rétt eftir kosningar og vona að allir hafi jafn mikið skammtímaminni og flugur því að þau virðast ekki vera látin gjalda fyrir þetta á dómsdegi. Hvernig var með holræsagjöld, hækkun strætisvagnagjalda og fleira. Allt kom þetta stuttu eftir kosningar og reiknað fram og til baka. Svo þegar kosningar nálgast þá segja allir: vonandi snúast þessar kosningar ekki um fjármál því að það er svo leiðinlegt að hlusta á það og svo geta allir flokkar reiknað sína útkomu með sínum forsendum. Um hvað eru kosningar ef ekki um það hvernig stjórnvöld fara með almannafé. Og hvers vegna eru stjórnmálamenn ekki beðnir um að opinbera þær forsendur sem þeir gefa sér við útreikning á hækkunum og öðru.

Þetta er alveg dæmigert fyrir Íslendinga. Þeir vilja ekki kjósa um fjármál. Þeir vilja kjósa um þéttingu byggðar í Reykjavík. Hvað ætli Grafarvogsbúinn segi um það að það eigi frekar að þétta miðbæinn en að leggja í einhverja aukna byggð í Grafarvogi sem jafnframt myndi þýða aukna þjónustu honum til handa. Þetta er svo ægilega heimskt að maður bara segir eins einn vitur maður sagði eitt sinn. Það eina sem flyst ekki af landsbyggðinni til Reykjavíkur eru heilasellur.

mánudagur, júní 03, 2002

Ég verð nú að segja að annaðhvort var ég svo fullur þegar þessi leikur var spilaður eða þú. Ég man nefnilega ekki eftir þessum leik. Ég skal aftur á móti taka undir það að ég sé óáreiðanlegur þegar boðað er til leikja en ef að ég mæti þá mæti ég!!! Hvað meinar þú með að Höttur ætli að vera með B-lið og SE sitt eigið. Á þá eftir að verða erfiðara að manna UMFB liðið? Hvað með Hattara sem eru frá Bogganum? Fyrir utan það þá held ég að Höttur geti lítið sem ekkert í sumar. Þeir hafa leikið sér í allt vor án þess að gera neitt annað en spila á tvö mörk. Lítið hefur farið fyrir hefðbundnum æfingum s.s. tækni, skot og fleira.

Ég mun reyna mitt besta í sumar. Ég verð náttúrulega að þjálfa og ef æfingar eða leikir stangast á við leiki UMFB þá gengur MFL kvenna fyrir enda fæ ég laun fyrir það en ekki fyrir að spila með atvinnumannaliði Borgfirðinga.

Þú kemur nú kannski í heimsókn þegar þú birtist fyrir austan. Ég mun eiga kaffi og e.t.v. eitthvað með því. (vöfflur) hehehe

Bibbi
Ja víst er að það vantar menn í UMFB. Nú ætla Hattararnir að vera með B-lið og SE jafnvel með sitt eigið lið osfv. en það hefur sýnt sig undanfarin sumur að þú ert verulega óáreiðanlegur leikmaður. Ég hef talað við þig sirka 20 sinnum og þú spilað einn leik. Ég kem austur eftir akkúrat viku og þá ætla ég að ræða við þá leikmenn sem eru með lausa samninga. Það þarf líka að gera við mörkin því þau fuku öll og brotnuðu í klessu í óveðrinu í vetur.
Ég er víst kominn frá Köben og hafði það nokkuð gott þar úti. Krakkarnir stóðu sig vel og voru ekki með neitt múður. Ég hafði nú bara tíma fyrir 1 bjór á dag að meðaltali (5 daga ferð og allir drukknir sama kvöldið :-) Ég keyrði krakkana bara út í leikjum yfir daginn og duttu þau kylliflöt í rúmið upp úr miðnætti og voru svo ræst um 8 - 9 um morguninn eins og litlu krakkarnir og byrjað á keyrslu dagsins. Þetta tókst meiri háttar vel.

Ég var sá eini sem náði að slasa mig þannig að ekki var fyrirferðin minni í mér en þeim. (og ég var edrú þegar ég slasaðist á fæti) Verð væntanlega að sækja um í UMFB í sumar sem senter.

Jensína hvað meinar þú að ekki sé hægt að nota greinarskil? Þú hefur bara eina auða línu á milli