föstudagur, júlí 12, 2002

Já já þið segið það. Hér er búið að vera helvítis skítaveður í allt andskotans sumar það er rétt hjá þér Herdís. Í þessum töluðum orðum er lemjandi slagviðri en það var reyndar þokkalegt veður í dag. Þið þarna fyrir sunnan passið ykkur bara á húðkrabbameininu og hafið það gott.

mánudagur, júlí 08, 2002

Já gott að Magni var í stuði Halla. Við Bibbi höldum áfram að stíga sömbuna með UMFB. Jafntefli við Boltafélag Norðfjarðar í gær á UMFB velli og annar leikur annað kvöld við Hött B. Við gefum sko ekki eftir. Það eru annars helstu fréttirnar úr okkar herbúðum að hinn sjóðheiti piparsveinn Helgi Hlynur Ásgrímsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir UMFB í fyrsta leik sumarsins eftir 19 ára feril með liðinu. Hvernig er það með Rabba Herdís er ekki hægt að fá hann í leik þegar þið komið austur. Nú er undirbúningur hafinn fyrir Álfaborgarséns 2002 og vonast ég til þess að sjá ykkur sem flest þar. Ég er líka kominn með fartölvu Hrefna sem ég tók reyndar í skólanum þegar ég fór í vor en er fyrst að komast inn á netið á henni núna. Jæja hafið það gott.