föstudagur, september 06, 2002

Já Jóna ég man þá tíð að ég missti af einu bekkjarpartýi og líð enn fyrir það. Á hitt ber að líta að ég bætti það eiginlega upp með því að mæta í einhvern matarklúbb hjá bekknum í Hafnarfirði. Það verður því vonandi jafnað út. Það eru þó sem betur fer fyrir sálarlífið ýmsir sem hafa sömu sakargiftir og ég og hafa sleppt partýum, jafnvel þeim sem þau sjálf ætluðu að halda.....

Kveðja að austan

Bibbi

p.s. en að sjálfsögðu er dagsetning partýsins alfarið á hönd þess sem ætlar að stofna til þess.

fimmtudagur, september 05, 2002

Það væri ansi gaman að geta komist í partý hjá bekknum þegar maður stormar í bæinn, væntanlega einu ferðina í bæinn í vetur. Vonandi gengur það upp.

miðvikudagur, september 04, 2002

Sumir menn eru bara fæddir fallegri en þeim er hollt María og þá er stundum þrautalendingin að láta þá renna sér á andlitinu í hæfilega miklum bratta þangað til fegurð þeirra er ekki lengur jafn ómótstæðileg. Annars hitti ég Jenný í fyrradag og get vottað það að þetta er ekkert kjaftæði með óléttuna. Hún er kasólétt konan. Hún var að hugsa um að fara að kaupa sér bíl hjá Toyota held ég. Ég var einmitt að hugsa um að skila mínum þar sem það er búið að keyra inn í hliðina á honum.
Ég fer á námskeið í stærðfræði föstudaginn 19.oktober í Reykholti og lýkur því á laugardeginum 20. þannig að ef ykkur er sama þá er ég til í party 20. okt þó að það sé seint. Sé ekki alveg fram á að koma í bæinn fyrr nema e.t.v. ef Fylkir verður bikar og íslandsmeistari en það getur enn orðið.

þriðjudagur, september 03, 2002

Gaman að sjá hér fjörugar umræður. Já vonandi hittumst við einhverntíma í haust. Ég á ekki von á öðru en að Jón Bragi sé stilltur og prúður eins og pabbi hans Herdís!!!