Áfram Fylkir
föstudagur, september 27, 2002
Já ég kenni bara krökkum úr Háteigsskóla hér á föstudagsmorgnum því þar er engin sundlaug. 19. okt. er fínn tími fyrir partý.
Sæl veriði, ætlar þú ekki að skella þér á ballið Bibbi? Mikið er annars gott að það er kominn föstudagur. Nú eru krakkarnir að fara ofan í laugina hér í Austurbæjarskóla og best að fara að útdeila hollráðum um sundtækni t.d. í skriðsundi!!!
miðvikudagur, september 25, 2002
Fylkismenn eru að koma niður á jörðina eftir svakalegan laugardag. Fór í golfmót á laugardagsmorgni til að dreifa huganum en það tókst ekki betur en svo að ég varð að hætta í golfmótinu og brenndi upp á Egilsstaði, hringdi á leiðinni í alla kennarana að athuga hvar ætti að horfa á leikinn en ekkert var planað og enginn með Sýn, ég fór því á Shellið en þar var verið að horfa á KR - Þór. Ég kíkti á Orminn en þar var ekki verið að horfa á neitt þannig að Pizza 67 var næst. Þar var lokað. Ég fór því heim og keypti Sýnar-áskrift og var rétt búinn að því þegar skólastjórinn hringdi og sagðist vera búinn að redda þessu. Hann hefði hreinlega keypt Sýnar áskrift. Svo að ég sá leikinn því miður.
Annað.... Velkomin á blogger stelpur, nú fækkar umræðuefnunum um þrjú, þ.e.a.s. Guðlaugu, Kötu og Írisi. Þá eru nú ekki mörg eftir....
Ég held að partýið hafi átt að vera laugardaginn 19. okt. án þess að muna það fyllilega. Það er hægt að fletta því upp hér með því að slá leitarorð inn á leitarstrenginn.
Af Héraði er það að frétta að hljómsveitin Völundur leikur fyrir dansi á laugardag (vonandi fagnar maður bikarmeistaratitli þá). Einnig er vert að geta þess að nú rignir aldrei þessu vant í haust.
Halla þau báðu að heilsa þér Hornfirðingarnir sem lofuðu að verða rúllandi full fyrir þína hönd.
Kveðja
Bibbi
Annað.... Velkomin á blogger stelpur, nú fækkar umræðuefnunum um þrjú, þ.e.a.s. Guðlaugu, Kötu og Írisi. Þá eru nú ekki mörg eftir....
Ég held að partýið hafi átt að vera laugardaginn 19. okt. án þess að muna það fyllilega. Það er hægt að fletta því upp hér með því að slá leitarorð inn á leitarstrenginn.
Af Héraði er það að frétta að hljómsveitin Völundur leikur fyrir dansi á laugardag (vonandi fagnar maður bikarmeistaratitli þá). Einnig er vert að geta þess að nú rignir aldrei þessu vant í haust.
Halla þau báðu að heilsa þér Hornfirðingarnir sem lofuðu að verða rúllandi full fyrir þína hönd.
Kveðja
Bibbi
Komiði sæl. Mig langar að byrja á því að bjóða nýja meðlimi sérstaklega velkomna hingað og treysti því að þeir komi til með að haga sér vel hérna og láti ekki dólgslega né hafi í frammi skrílslæti af nokkrum toga. Helvítis KRingarnir!!! Aumingja Fylkismenn. Bibbi áttu einhverja skýringu á þessum ósköpum? Í sambandi við partý, þá er ég funheitur. Ég og Halla erum búin að halda eitt hvort, hver er næstur?
mánudagur, september 23, 2002
Ég gat því miður ekki mætt til Herdísar þar sem ég var með kynningarkvöld fyrir foreldra en ég þakka gott boð. Ég treysti því að það hafi verið talað illa um mig og aðra sem voru fjarverandi enda væri annað kæruleysi. Það á alltaf að eyða góðum tíma í að baktala þá sem ekki koma í svona samkundur. Það bætir mætinguna.