föstudagur, október 04, 2002

Bágtið stoppar Boggann nú
bólginn er hálsa sinin
Þrauka skaltu og þjóra þú
með þíða öxl fyrir vininn



Eða

Hálsinn kvalinn heldur bágt
hangir valinn seggur
þurr, um salinn gengur, segir fátt
sláturhalinn um axlir leggur


Kveðjur úr gúrku og öðrum ávöxtum

p.s. mér áskotnaðist heldur betur skemmtilegt námsefni í íslensku um daginn, nokkrar bækur og geisladiska eftir Stormsker.

Já það er hægt að nota axlir vina sinna til annars en að grenja við þær. Ég átti skemmtilega nótt þar sem ég gat ekki sofið vegna tognunar í hálsi. Endaði með að fara á slysadeildina um kl. 6 og fá bólgueyðandi og verkjastillandi. Ég sem ætlaði að fara á þvílíkt kennarafyllerí í kvöld. Jæja það er ekki öll nótt úti enn.

fimmtudagur, október 03, 2002

Bibbi ég á engan frænda í Völundi en tvo bræður aftur á móti. Segðu mér fréttir af Borgfirðingum. Var Helgi Hlynur í kellingum? Þessi mynd er alls ekki af Borgfirðingum Bibbi en ég hef sterkan grun um að hún sé upphaflega úr fjölskyldualbúminu þínu. Sætt já, ja það er a.m.k. ákaflega vinalegt hvernig eigandinn lætur vininn sitja á öxlinni á manninum fyrir framan sig. Sá er ekkert að kippa sér upp við þetta og virðist vera vanur þessu!
Sælt veri fólkið að nýju, Til hamingju með frænda þinn Ásgrímur en það er kannski ekkert nýtt fyrir þig að eignast frænda í hljómsveit. Það var nú einn frá þér í Völundi sem fór gjörsamlega á kostum um síðustu helgi. Ég rakst á skemmtilega mynd á vefnum þar sem Borgfirðingar eru nýkomnir af gæsaveiðum (þó ekki með stuðmönnum). Ég læt linkinn fylgja. Þetta eru greinilega frægðarfarir því að þetta er greinilega í erlendu blaði. Það eina sem ekki fór á milli mála var að Pétur Hjaltason er á myndinni og allt útlit bendir algjörlega til þess að þessir menn eru af Borgarfjarðarkyni. (gott ef Ásgrímur sé ekki þarna aftarlega kindarlegur á svipinn!!!!!)



Þið smellið bara hérna

miðvikudagur, október 02, 2002

Já það er úr vöndu að ráða. Ég veit að þann 12. okt er Austfirðingaball á Vídalín með hljómsveit sem frændi minn er nýkominn í og heitir Tvö dónaleg haust. Ég veit ekki meir hvað skal segja en það mætti nú alveg tékka á því. Þú gætir tekið létta söngæfingu á djamminu Halla. Jæja best að fara að líta eftir því hvað þessir graðbólugröfnu unglingar eru að bardúsa hér frammi. Hér er í gangi dansleikur og best að reyna að hafa hemil á liðinu.
Ég segi það sama að gaman væri að hitta ykkur en það er ansi erfitt að fresta þessu nema þá ef þið haldið partýið á fyrrgreindum tíma en kaffihúsaspjall á laugardagskveldi eða jafnvel síðdegiskaffi á sunnudegi í miðbænum. Annars er þetta allt í orden, ég hlýt að geta lifað af hremmingar stórborgarinnar án ykkar hjálpar í eitt skipti enn en verð að skipuleggja mig betur fyrir næstu ferð þar á eftir til að geta hitt ykkur.

þriðjudagur, október 01, 2002

Nei en þar sem mistökin voru algjörlega mín þá get ég ekkert gert vegna partýsins þann 19 okt. Ég verð bara að bíta í og borða þann súra ávöxt.

Hins vegar hefði verið gaman að hitta ykkur.

Ég verð bara að eiga það inni þar til síðar.
Á föstudeginum verð ég í Reykholti á námsstefnu um stærðfræðikennslu
ÉG verð víst að biðjast afsökunar á einu en það er að fara kolrangt með dagsetningu á fyrirhugaðri ferð minni í menninguna (mengunina). Ég verð víst á ferðinni laugardaginn 12. október en ekki viku síðar.

Vonandi breytir það engu fyrir ykkur að færa partýið viku fram í tímann. Þá verður bara lengri tími til að jafna sig fyrir jólin :-)