föstudagur, október 11, 2002

Þar sem engin eiginleg ákvörðun hefur verið tekin um partýhald um næstu eða næst-næstu helgi þá lít ég svo á að partýið verður ekki á laugardaginn 12.okt. Þetta er í síðasta sinn sem ég er viss um að komast á vefinn í bili eða þar til ég kem aftur austur og get því ekki fræðst um neitt sem verður ákveðið eftir þetta. Vonandi verður þó hægt að komast í partý einhvern tíma í nánustu framtíð. Skemmtið ykkur engu að síður vel um helgina og drekkið nú ekki frá ykkur allt vit eina ferðina enn.

Kveðjur úr rigningu og roki á Austur-Tímor

Bibbi

miðvikudagur, október 09, 2002

Já kannast hlustendur við orðatiltækið að prumpa í sig í merkingunni að vera spenntur yfir einhverju? Halla ég vona að þú teljir mig með þeim þremur sem voru í stuði í þessu partýi þótt að mér tækist ekki að halda mér vakandi allan tímann.

þriðjudagur, október 08, 2002

Ég kemst alltaf í partý held ég. Það var þvílíkt kennarapartý á föstudagskvöldið hjá mér. Við vorum heima hjá tónmenntakennaranum framan af kvöldi og svo var öllu liðinu skipt upp í 7 hópa sem var öllum úthlutað einu lagi til að syngja í karaokee. Svo kom rúta og sótti okkur og fór með okkur á Ölver og fór síðan með okkur heim þegar söngkeppnin var búin. Minn hópur vann en í honum voru t.d. Lilja og Kristína sem kenndu okkur í Kennó.

mánudagur, október 07, 2002

Er einhver skóli þar sem þið kennið með með áfallaáætlun. Mynduð þið geta sent mér eins og eitt stykki á e-mail. bibbi@ismennt.is