Ég var á námstefnu Flatar, félags stærðfræðikennara um þarsíðustu helgi í Reykholti í Borgarfirði. Þetta var aldeilis skemmtilegt og fróðlegt námskeið (námstefna) og verður eflaust hægt að nota fullt af hugmyndum af henni í kennslu í framtíðinni. Í lok námstefnunnar var kveðjugjöf til allra sem var sænsk grein um stærðfræði og áttu allir að tjá sig um greinina í tölvupósti fyrir 11. nóvember. Ég fór að grúska í henni í vikunni en komst ekki einu sinni í gegnum fyrirsögnina hvað þá meira. Þá hugsaði maður vel til gamla bekkjar og valkerfisins í KHÍ þar sem greinar og bækur voru flokkaðar niður í öreindir og afhendar við lítinn fögnuð til þýðingar. Þið eigið sem sagt von á pósti næstu daga þar sem þið fáið hluta af greininni og vinsamlegast beðin um að þýða sem allra fyrst. :-)
föstudagur, október 25, 2002
fimmtudagur, október 24, 2002
miðvikudagur, október 23, 2002
Sókn er besta vörnin. Já mér þykir frjósemi ykkar bekkjarsystkina minna ekki ríða við einteiming þessa dagana. Á sunnudaginn næsta koma hingað rúmlega 60 norskir krakkar í 10. bekk ásamt kennurum sínum að heimsækja okkur. Það verður mjög strangt prógramm í kringum það fram á miðv. en á fimmtudaginn næsta fæ ég svo vetrarfrí. Það verður ekki slæmt.
þriðjudagur, október 22, 2002
Já Ásgrímur maður skorar ekki bara með UMFB :-) Þó svo að maður hafi skorað þau ófá á Bogganum. - Enda alltaf í liði með Helga Hlyn þannig að varnarleikur andstæðingana er aldrei sterkari en hjá mínu liði. Þó svo að í þessu tilfelli hafi varnarleikurinn verið óvenju lélegur :-)