Talandi um partý og hve margir piparsveinar verða þar þá er vert að minna enn einu sinni á heitasta piparsvein landsins. Hann var reyndar að fá sér hund nú í haust (sumar) og gerir eigandann enn heitari fyrir vikið. Þetta er náttúrulega Helgi Hlynur frá Bogganum. Ég verð að láta fljóta eina hundasögu af hundinum hans sem er alveg mergjuð... Helgi fór í réttir með hundinn og í hvert skipti sem hann dró rollu í dilk kom hundurinn og hamaðist á fæti Helga eins og ólmur og Helgi þurfti alltaf að sparka honum í burtu áður en ákveðinn vökvi myndi óhreinka buxurnar hans. Nú er frá því að segja að Jón, bóndi á Grund, alltaf kallaður Nonni á Grund, þarf að bregða sér bak við stóran klett til að gera þarfir sínar. Hann gerir það að myndarskap og stuttu síðar hverfur hundurinn hans Helga. Helgi var nokkuð ánægður í fyrstu eða allt þar til hundurinn birtist að nýju greinilega eftir viðkomu bak við klett þann er Nonni hafði brugðið sér á bak við. Hundurinn sér eiganda sinn álengdar og verður ánægður að sjá hann og hleypur eins og fætur toga í átt að Helga með brúna tauma í stríðum straumi úr feldinum. Helga líst nú ekki á blikuna og tekur á rás í burtu enda vill hann kannski ekki fá hundinn upp um sig eftir að hundurinn hefur velt sér upp úr Nonni gaf af sér við klettinn. Það var mál manna að Helgi hefði aldrei hlaupið hraðar í manna minnum og er þó af mörgum harða sprettinum að taka. Hundurinn hins vegar fékk það forna en góða nafn Nonni og Manni í kjölfarið.
Stúlkur verði ykkur að góðu og Ásgrímur hefur númerið. Hundurinn fylgir eflaust með ef af verður.....
Kveðja úr blíðu fyrir austan..