föstudagur, nóvember 22, 2002

Miði aðra leiðina væri mjög æskilegur fyrir íslenskt samfélag. Jæja mig langar að deila með ykkur dálitlu sem ég fékk að heyra í samtali mínu við Lauga frænda minn og Borgfirðing sem kennir í Lækjarskóla. Ég held að við sem erum að kenna höfum gott af að heyra þetta og kannski ekki síður þau okkar sem hyggja á kennslu á næstunni. Laugi hætti að kenna fyrir 2 árum vegna slakra launa og fór að vinna á auglýsingastofu og gekk ágætlega. Hann saknaði hins vegar kennslunnar og byrjaði aftur í haust enda launin orðin mun hærri. Hann sagði við mig að það væri smá saman að opinberast fyrir honum hvað kennarar væru mikil forréttindastétt og hefðu það gott. Honum finnst frábært að vera byrjaður aftur og segir þetta vera þægilegt og skemmtilegt starf. Það er þó ekki eins og hann sé að slaka neitt á í þessu því hann kennir 38 tíma og er með umsjón og stigastjórn í íslensku auk þess að þjálfa 2 flokka hjá FH. Ég veit ekki með ykkur en að heyra einhvern sem hefur svona ferskan samanburð segja þetta finnst mér bara mjög skemmtilegt því maður hefur auðvitað oft og mörgum sinnum hugsað með sér hvernig væri að vinna við eitthvað annað og velt því fyrir sér hvort að maður muni virkilega endast í þessu starfi. Þá lýkur morgunhugvekju dagsins, amen.

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Ég verð að láta eina sögu fljóta í vikulokin . Það gæti hins vegar verið að ég væri búinn að senda þetta áður en held samt ekki. Snillingur skólans
Það var tími í fjölmiðlafræði í skólanum og áttu nemendur að skrifa einhverja frétt í fréttablað skólans. Þetta voru einhverjir 15 nemendur og máttu þeir algjörlega ráða hvað þeir fjölluðu um. Þetta gekk misvel en eftir um það bil 10 mínútur voru allir komnir af stað í fréttaskrifin.......nema einn. Hann sat (eins og oft) einn og spáði og spekúleraði. Kennarinn reyndi eftir fremsta megni að koma honum á fréttasporið en honum leist aldrei á hugmyndir kennarans.... Allt í einu birtist ljósið og hann kallaði á kennarann og spurði...."heyrðu hefur 1.bekkur nokkuð farið á Bíldudal í haust?" (eins og allir vita er slatti km. frá Egilsstöðum á Bíldudal). Kennarinn varð hálf hvumsa en neyddist svo til að neita þessu. 1.bekkur hafði ekki farið þetta haustið (né nokkurt annað) á Bíldudal... En hvers vegna spyrðu varð kennaranum að orði.... Nú það hefði bara verið svo fínt að skrifa frétt um það.......

miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Hef til sölu jólakort til styrktar 10. bekk Háteigsskóla. Markmiðið hjá þeim er að komast til útlanda. Þetta er árgangurinn sem ég, Kata og Aron kenndum hér um árið í æfingakennslunni og ef þið þekktuð þetta lið þá fyndist ykkur ýmislegt til vinnandi að koma þeim úr landi.

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Já sælnú! Það er búið að breyta 22 eitthvað helvíti mikið síðan ég kom þangað síðast. Annars er ég svo áhrifagjarn og ósjálfstæður að ég fer bara þangað sem mér er sagt að fara. Ég þekki reyndar menn sem harðneita að fara þarna inn sökum hommafælni en ég kalla nú ekki allt ömmu mína í þeim efnum. Varðandi Geir (Ólafs þá?) fannst mér hann engu minna karlmannlegur en Skjöldur á Eddu verðlaununum. Þessar spekúleringar um mýfluguna með standpínuna ilja manni svo sannarlega í svartasta skammdeginu Halla.

mánudagur, nóvember 18, 2002

Góðan daginn. Ég heyri að Nonni bróðir er ennþá að reyna að meika það en fyrst hann gerði það ekki meðan ég var með honum í hljómsveit þá gerir hann það aldrei! Ég var svo heppinn að hitta í partýi á föstudagskvöldið mann sem er í söngnámi og sá gat nú aldeilis hljóðað. Var ´boðinn í mat hjá skólasystrum mínum úr Grunnskóla Borgarfjarðar og það endaði á skemmtistaðnum 22. Djöfull gaman.
Takk fyrir það Jensína en hvernig er með hana Rúnu ætlar hún ekkert að fara að blogga...hvað er e-mailið hjá henni