laugardagur, desember 14, 2002

Mig langar að forvitnast um ein tvö atriði hjá ykkur kennaragrey.... Hvað fáið þið í jólagjöf frá skólanum ef eitthvað... og hins vegar hvernig er búið að vera félagslíf innan kennarahópsins hjá ykkur... hér fengum við örkonfektkassa og miða á einsöngstónleika sem ég reyndar gaf enda er Tottenham að spila á sama tíma á Sýn við Arsenal og hins vegar hefur verið frekar dauft í haust í skólanum engin partý eða neitt... Bara að bera saman skóla... gaman að því annars er enginn snjór hér frekar en annars staðar en það snjóaði svolítið í hausnum á mér í morgun eftir ótæpilega rauðvíns og koníaksdrykkju í gær ásamt einu glasi af Grappa sem toppaði snjókomuna og fullkomnaði hana....

kveðjur úr jólafrúkosti og hvað eina...

fimmtudagur, desember 12, 2002

Bekkurinn minn var með en danske julefrokost í gærkvöldi fyrir foreldra. Þau voru að vinna við þetta allan daginn frá morgni til kvölds. Þetta var mjög góður matur og mikið fjör fyrir utan allt helvítis uppvaskið og tiltektina. Ég er að fara í jólaglögg hjá körfuknattleiksdeild Augnabliks á laugardag. Djöfull hlakka ég nú til þess. Ég vona að allir séu komnir með góðan jólahúmor og séu kátir.

þriðjudagur, desember 10, 2002

Ég sé sjálfan mig í þessu sveitta strigaskóliði. Hvað með ykkur? Geirmundur er alltaf traustur og þokkalega svalur út á kantinum. Bibbi þensla á útgjöldum ríkissjóðs síðustu 3 árin er meiri en sem nemur öllum tekjuskatti sem greiddur er af einstaklingum á Íslandi!!! Íslendingar eru á leiðinni að setja heimsmet í skattaokri. 250 milljarðar á ári hefurðu reiknað hvað það er mikið á mann Bibbi? Þetta er bara geðveiki.
Eitthvað er missagt við þig Ásgrímur minn... ef þú skoðar ríkissjóðinn þá verður hann rekinn með gífurlegum hagnaði á næsta ári sem verður notaður til að greiða niður erlendar skuldir og vænkast þá hagur Strympu.... Að vísu er sala sumra ríkiseigna á afar gráu svæði svo ekki sé meira sagt en Geirmundur verður hér um helgina og rífur alla upp úr þankagangi um ríkisviðskipti og sviptir öllum um salinn í hibbitýhæ dansi og hvaðeina svaka stuð .......

U wish U were here......

mánudagur, desember 09, 2002

Þessi ritgerð gæti vel verið skrifuð af einhverjum nemendum mínum. Ég nenni ekki að rífast um pólitík núna Bibbi en svona þér að segja þá er þessi ríkisstjórn gjörsamlega búin að ganga fram af mér með útþenslu opinberra gjalda og eintómri spillingu í sambandi við sölu ríkisfyrirtækja.
Hér kemur eitt snilldarverkið frá íslenskum skólakrökkum:
Kannski þetta sé nemandi einhvers hérna....

Brandugla (Asio flammeus)

Branduglan er fugl af ugluætt. Hún er spendýr. Spendýr fæða lifandi unga sem nærast á mjólk. Branduglan er meðal algengustu spendýra á Íslandi og í öðrum löndum ef það séu mörg tré, t.d. á Akureyri. Hún verpir eggjum sínum í stór eikartré á hálendinu. Hún býr til holur í trén með hornunum sem hún hefur á hausnum. Stundum detta hornin af og nefnist það hornafall. Fyrst eftir varpið drekka ungarnir mikla mjólk. Hún er mjög holl en getur valdið hjartasjúkdómum, sérstaklega ef sjúklingurinn reykir mikið. Það skeði svoltið fyrir frænda minn. Hann reykir svo mikið að hann er dáinn núna. Stundum drekka ungarnir of mikla mjólk. Þá þenjast þeir út svo að eggin
brotna og ungarnir fljúga til heitu landanna. Ég fór einu sinni til heitu landanna með pabba og mömmu. Þar þarf ekki að nota húfu og vettlinga ef það sé nóg fiður á ungunum. Það ver þá fyrir hættulegum geislum sólarinnar. Mamma sólbrann illa í ferðinni því ósonlagið er svo þunnt og svo eru líka gróðurhúsaáhrif og súrt regn. Uglur og leðurblökur eru einu spendýr á Íslandi sem geta flogið. Þess vegna er auðveldara fyrir þær að safna hunangi og svoleiðis ef mjólkin sé búin. Aðal varpstöðvar uglunnar eru í Ódáðahrauni þar sem eru mörg tré. Sennilega eru Þær útdauðar núna vegna ósonlagsins. Það er útaf spreybrúsum og svoleiðis.