föstudagur, janúar 17, 2003

Ég var bara að hugsa um að spæna ekki upp göturnar með helvítis nöglunum bæði ykkar vegna og ekki síður fyrir hana Ingibjörgu mína. Hvernig var það með systur þína Hrefna á ég að trúa því að hún hafi látið son hennar Imbu sleppa frá sér?
Ég hef ekkert heyrt í honum í haust, reyndi einu sinni en þá var hann í útlöndum. Ég hitti hann síðast í júní þegar við hittum Höllu á landsleiknum. Það er alltaf brjálað að gera hjá honum held ég og erfitt að ná sambandi við hann.
Það spáir bara blíðu, ég nenni ekkert að fara að setja nagladekkin undir núna, það er að koma vor! Satt er það að brjálaður sendiferðabílstjóri bakkaði inn í hliðina á mér meðan ég var á ferð en það hafði ekkert með nagla að gera. Svo er ég er nú hörku nagli sjálfur. Jæja svo er HM í handbolta að byrja og ég er farinn að hlakka til og vona það besta. Fjölmiðlarnir segja síðan að Aron sé jafnvel að fara aftur til Danmerkur.
Skemmtilegt allt saman, ætli Tinna viti af þessu? Bibbinn er kominn í bæinn, bróðir minn og faðir urðu samferða honum í flugvél suður. Ætlaði aldrei að komast út af bílastæðinu í morgun á blessuðum sumardekkjunum.

mánudagur, janúar 13, 2003

Snæfinnur snjókarl hefði aldrei orðið til nema vegna snjósins og hans vegna þó ekki væri vegna annars ættum við að fagna óskaplega
Það er nú meiri munurinn að vera laus við þennan helvítis snjó. Gaman að finna einu sinni einhvern sem er sammála mér í einhverju Jensína það er mjög sjaldgæft. Ég hleypti einu jólaboði upp í eitt allsherjar pólitískt rifrildi og varð ekki vinsæll á eftir (né á meðan á því stóð). Ég hafði ekki þrek til að fara á Bubbatónleika. Gefum bara öllum fálkaorðu og ekki síst þeim sem langar í hana!
HÆ HÓ

Hér höfum við snjó

Snjóaði í nótt jibbbiiii