Herdís Skjalda og Hekla eru Guðlaug og Birna Smá aulahúmor sem greinilega skilst ekki alls staðar...
laugardagur, febrúar 15, 2003
fimmtudagur, febrúar 13, 2003
Alltaf brjálað að gera...hehehe. Var á þorrablóti nemenda og þar sem ég er ekki bekkjarkennari í unglingadeild í ár, þ.e.a.s. umsjónarkennari, fékk ég ekki að halda pistil þ.e.a.s. syngja og var það ekki góð tilfinning að sitja bara og njóta...
Þakka þér fyrir Kata og þér Hrefna fyrir innleggið ( þó ekki svona eins og út í búð :-) )
Jensína þú ert bara með gamla tölvu sem getur ekkert... þú verður að fá kallinn til að gera eitthvað í þessu og nota bene hvernig er það með Stokkseyringinn er hún alveg farlama tölvunörd. Og þær systur Skjöldu og Heklu undan Eyjafjöllunum eru þær alveg handlama?
Þakka þér fyrir Kata og þér Hrefna fyrir innleggið ( þó ekki svona eins og út í búð :-) )
Jensína þú ert bara með gamla tölvu sem getur ekkert... þú verður að fá kallinn til að gera eitthvað í þessu og nota bene hvernig er það með Stokkseyringinn er hún alveg farlama tölvunörd. Og þær systur Skjöldu og Heklu undan Eyjafjöllunum eru þær alveg handlama?
miðvikudagur, febrúar 12, 2003
Kata, það kom svo mikill fiðringur í fingur mína að ég umbylti heimasíðunni og ætli hún verði ekki komin í eðlilegt horf um helgina. Maður hefur svo mikinn tíma í fæðingarorlofinu að maður veit hreint ekki hvað maður á að taka sér fyrir hendur...
Slóðin á heimasíðuna og slóðin á dagbók Tinnu Huldar
Slóðin á heimasíðuna og slóðin á dagbók Tinnu Huldar
Kata þú ert komin út á ansi hálan ís ef þú talar um einungis einn karlmannsbloggara. Ég skrifa nú hérna inn þó á hjara veraldar sé. Það vill bara svo skemmtilega til að ég finn mig stundum ekki í þessum karlaeltingarleik ykkar kvennanna og er þá estrogenið sjálfsagt alveg að fara með ykkur enda er það alkunna að sú sem veit ekki eitthvað fyrst er ekki með í umræðunni. Þannig að dömpið og ekki dömpið verður að komast strax inn á blogger og þegar dömpað er í stórum stíl ja þá er nú betra að hafa slökkt á tölvunni. Þetta eru þó á tíðum (eins og þið) ansi skemmtilegar og snarpar umræður. Þær verða að vera snarpar því að þetta er efni sem úreltist ansi fljótt (annað en við karlmenn). Við stöndum til hlés (eða til hljár sbr. fé um fé frá fé til fjár þá hlé um hlé frá hlé til hljár). Ég er ansi hreint hræddur um að ef við Ásgrímur færum að tjá okkur eitthvað um dömp þá væruð þið ekki einungis búnar að heyra það fyrir margt löngu heldur væru viðkomandi dömp annað hvort byrjuð saman aftur eða byrjuð með nýjum og Séð og Heyrt væri búið að fjalla ítarlega um málið margoft án þess að við hefðum orðið þess varir. Ef ef Hustler kemur með nýjar fréttir skulum við reyna að uppfæra ykkur fljótlega...hehe
Hafið það gott og dömpið eins og þið mögulega getið... þannig komist þið í fréttirnar...
Vil svo að lokum geta þess að ég er búinn að setja nýtt lúkk á heimasíðuna mína.. Gaman að fá komment á hana ef þið hafið tíma.. Ég tími nefnilega ekki að kaupa mér aðgang að barnalandi.is því að allir kennarar hafa frían aðgang að ismennt.is.
www.ismennt.is/not/bibbi
Bið að heilsa og farnist ykkur vel.
Hafið það gott og dömpið eins og þið mögulega getið... þannig komist þið í fréttirnar...
Vil svo að lokum geta þess að ég er búinn að setja nýtt lúkk á heimasíðuna mína.. Gaman að fá komment á hana ef þið hafið tíma.. Ég tími nefnilega ekki að kaupa mér aðgang að barnalandi.is því að allir kennarar hafa frían aðgang að ismennt.is.
www.ismennt.is/not/bibbi
Bið að heilsa og farnist ykkur vel.
þriðjudagur, febrúar 11, 2003
Já já mér finnst nú estrogenstemningin vera orðin allsráðandi hér síðan BIbbi dróg sig í hlé frá skarkala heimsins. Á ég að segja eitthvað virkilega karlrembulegt til að hrista upp í þessu? Æ mér dettur ekkert í hug.