fimmtudagur, apríl 10, 2003

Jensína. Ég spái því að svarið sé "ekkert".

Annars er ég að fara suður á mánudag/þriðjudag og verð fram á næsta þriðjudag ef einhver á nýtt kaffi og kleinur sem hann/hún þarf að losna við í einum grænum.

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Það er semsagt íþróttahátíð á unglingastigi á morgun Halla og María ætlaði að vera með eróbikk fyrir okkur því við treystum okkur hvorugur til að vera með svoleiðis æfingar. Við vorum komnir í eróbikkgallana María og byrjaðir að æfa okkur fyrir morgundaginn en þetta er hið besta mál og það er nóg annað hægt að gera. Kennararnir ætla síðan náttúrulega að bursta 10. bekk í restina á þessari íþróttahátíð. Ég hugsa stanslaust til bjórsins míns Kata og fljótlega langar mig nóg í hann til að nenna að nálgast hann.