föstudagur, maí 16, 2003

Síðasta vinstristjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks tók reyndar við á miðju kjörtímabili vegna þess að ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sprakk á limminu. Vinstri stjórnin sat til 91 og skilaði að mörgu leiti ákaflega góðu verki og reyndi að bjarga því sem bjargað varð en sökum þess að þeir héldu einungis eins þingmanns meirihluta og þar var Hjörleifur Guttormsson meðtalinn þá ákvað Jón Baldvin að fara í stjórn með Davíð mestmegnis vegna þess að EES samningurinn lá á borðinu og hann vildi mynda ríkisstjórn sem kæmi honum í gegnum þingið. Ingibjörg Sólrún sagði ekki sjálfviljug upp sem borgarstjóri heldur vildi hún ljá Samfylkingunni lið í kosningabaráttunni og taka stöðu varaþingmanns. Davíð gekk reyndar berlegar á bak orða sinna þegar hann lofaði að bauð sig fram sem borgarstjóra til fjögurra ára og fór síðan rakleiðis nokkrum mánuðum seinna í stól formanns Sjálfstæðisflokksins og síðan forsætisráðherra. Markús Örn Antonsson var gerður að borgarstjóra og var nema von að þeir töpuðu borginni! Þetta er skemmtileg umræða orðin og gaman væri að halda henni áfram á þriðja bjór við tækifæri. Góða helgi!

miðvikudagur, maí 14, 2003

Konur sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn, það er einhver skemmtileg þversögn í því.

mánudagur, maí 12, 2003

Já þótt Samfylkingin hafi náð góðri kosningu þá var hún ekki nógu og góð og við súpum væntanlega seiðið af því næstu fjögur árin. Fyrst að Framsókn og Sjálfstæði misstu ekki meirihluta sinn núna þá sé ég það reyndar ekki gerast í framtíðinni því það er fræðilega útilokað að þeir geti skandalíserað eins mikið á nokkru kjörtímabili eins og því síðasta. Ég sé ekki fyrir mér að á næsta kjörtímabili verði þingmaður Sjálfstæðisflokksins dæmdur fyrir mútuþægni og þjófnað og hvað þá að annar verði dæmdur fyrir meiðyrði, vandséð er að ríkisstjórnin lendi aftur upp á kant við öryrkja í landinu, Faloon gong kemur varla aftur, ekki er víst að Ísland verði aðili að fleiri stríðsátökum í bráð, það eru ekki mikið fleiri ríkisfyrirtæki eftir sem hægt er að gefa vinum og kunningjum, Sólveig P. er búin að láta gera 5 milljón króna klósett fyrir sig og þarf varla nýtt strax, Þjóðmenningarhúsið verður varla haft að féþúfu af vinum forsætisráðherrans aftur og ótrúlegt verður að teljast yfir höfuð að hægt sé að fara jafn illa að ráði sínu á 4 árum eins og síðustu ríkisstjórn tókst.
Jæja þannig fór um sjóferð þá hjá Ibbu Gribbu. Ekki hafði hún þingsæti upp úr krafsinu nema náttúrulega að Samfylkingin leggi að einhverjum þingmanninum Rvk - norður að draga sig í hlé. Að öðrum kosti er Ibba atvinnulaus greyið. En maður grætur nú ekki hvað sem er. Dabbi verður áfram við stjórn og er þá meginmarkmiðum þessara kosninga náð. Ég gef samt ekki upp hvað maður kaus :-)