miðvikudagur, júní 04, 2003

Skólaslit á föstudag hjá mér þar sem ég sé á eftir bekknum mínum út úr skólanum. Þetta er bekkurinn sem við kenndum Kata hér um árið og ágætis grey. Manni finnst þau loksins vera orðin almennileg og þá eru þau náttúrulega að fara. Síðasta ballið í kvöld hjá unglingadeildinni og þetta er sennilega ekki ósvipað eins og að vaka yfir ánum í gamla daga, passa að hrútarnir sleppi ekki í gimbrarnar og svo auðvitað að féð hlaupi ekki allt til fjalls.