mánudagur, ágúst 02, 2004

Sæl og blessuð.

Það er eins og einhver góð sagði maður þarf að læra á bloggerinn að nýju. Ég hef ekki verið hér inni síðan í maí.

Ég óska nýjustu mæðrunum Jónu, Maríu, Herdísi og Írisi til hamingju. Enn hlaðast niður börnin hjá bekkjarfélögunum. Ég heimsótti vin minn í Danaveldi en kom ekki við hjá Írisi og Herdísi þar sem ég hafði ekkert heyrt frá þeim en það koma tímar og fleiri ráð til að sjá þær og afkomendurna. Maður er búinn að ferðast um landið í allt sumar í frábæru veðri. Fyrst sem leigubílstjóri í Reykjavík þar sem allt of margir golfvellir eru til að maður keyri eitthvað að ráði og svo með fjölskylduna eftir Pollamótið á Akureyri. Næstu sjö daga er ég svo að fara að trússa fyrir mótorhjólamenn um hálendið. Frá Snæfelli niður í Skagafjörð og aftur til baka. Það verður skemmtileg ferð vonandi.

Vona svo að ég og fleiri verðum ötul við að halda þessu skrafi hér við í vetur enda ástæða til þar sem næsta vor er 5 ára útskriftarafmæli ef mér skjöplast ekki. Kannski ástæða til að opna bjórflösku eða súpa rauðvín.

Bibbi