Sælt veri fólkið,
Maður hálf skammast sín fyrir hvað maður kemur sjaldan hér inn til að láta skoðanir sínar í ljós. Ég held að maður geti varla samþykkt þennan samning sem nú er búið að greiða atkvæði um vegna þess að maður hafnaði miðlunartillögunni og þetta er svona hátíðarútgáfa af henni enda nálgast jólin óðfluga.
Ég veit svo varla hvort maður eigi að vona að þetta verði kolfellt eða rétt slefi í samþykki. Held reyndar að það verði naumt... Ég trúi varla að gerðardómur meti kennara svo lítils að þeir verði dæmdir í þrælkunarbúðir í skólunum á einhverjum lúsarlaunum. Ég held að það verði erfitt fyrir gerðardóm þrátt fyrir skilyrði í lögum að dæma okkur ekki betri kjör en kennarar hafa hafnað hingað til. Þeir sem skipa dóminn hljóta að hugsa dæmið til enda og sjá fyrir sér flótta úr kennarastarfinu.
Bibbi
Maður hálf skammast sín fyrir hvað maður kemur sjaldan hér inn til að láta skoðanir sínar í ljós. Ég held að maður geti varla samþykkt þennan samning sem nú er búið að greiða atkvæði um vegna þess að maður hafnaði miðlunartillögunni og þetta er svona hátíðarútgáfa af henni enda nálgast jólin óðfluga.
Ég veit svo varla hvort maður eigi að vona að þetta verði kolfellt eða rétt slefi í samþykki. Held reyndar að það verði naumt... Ég trúi varla að gerðardómur meti kennara svo lítils að þeir verði dæmdir í þrælkunarbúðir í skólunum á einhverjum lúsarlaunum. Ég held að það verði erfitt fyrir gerðardóm þrátt fyrir skilyrði í lögum að dæma okkur ekki betri kjör en kennarar hafa hafnað hingað til. Þeir sem skipa dóminn hljóta að hugsa dæmið til enda og sjá fyrir sér flótta úr kennarastarfinu.
Bibbi